12.12.2007 | 13:42
Sundlaugar í öll hverfi borgarinnar
Frábært framtak hjá öflugum íbúum Bústaðahverfis. Fór á kynningarfund vegna framkominna hugmynd í s.l. mánuði. Það er langt síðan ég hef sótt svo fjölmennan fund íbúa hverfisins og ljóst að mikill áhugi er á að fá sundlaug í Fossvogsdalinn. Hugmyndir um græna laug er líka áhugaverð þó útfærslan liggi ekki alveg fyrir.
Fór í að safna undirskriftum í nágrenni við heimili mitt. Hitti engan íbúa þar sem ekki vildi styðja þetta góða verkefni.
Sundlaugar eru sjö í borginni og eru þær ótrúlega vel sóttar. Um 1.800.000 gestir sóttu þær á s.l. ári og þær eru staðsettar flestum hverfum borgarinnar. Þær eru staðsettar í vesturbæ, miðbæ, laugardal, breiðholti, árbæ, grafarvogi og kjalarnesi.
Ný laug í Fossvogsdal, sem jafnframt myndi nýtast íbúum báðum megin dalsins, yrði góð viðbót.
![]() |
Vilja sundlaug í Fossvogsdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Athugasemdir
Sammála, en mundi vilja hafa hana á Borgarspítala lóðinni við Markarveginn eða þá þar sem er verið að byggja, m.a. húsnæði fyrir aldraða - væri ekki upplagt að hafa sundlaugina einhvers staðar þar nærri (Sléttuvegs-byggingunum, núverandi og tilvonandi) og spítalanum; yrði góð heilsurækt fyrir sjúklinga á spítalanum ásamt MS-sjúklingum, öldruðum og öllum þeim sem sækja sína þjónustu þangað.
Ég mundi í það minnsta vilja sjá sundlaugina reista þar heldur en í Víkinni eða við Kjarrhólmann
Jón (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.