Leita í fréttum mbl.is

Ólafur engum háður

Þekki Ólaf og störf hans í borgarstjórn ágætlega eftir að hafa setið með honum í fjögur ár í borgarstjórn. Ólafur hefur um margt sérstöðu innan meirihlutans nú þegar hann tekur sæti sem fulltrúi í meirihluta.

Hann hefur mesta reynslu í borgarstjórn af fulltrúum meirihlutans. Hann var varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1990-1998. Hann varð þá Borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1998-2001 en þá sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum. Hann sat þó áfram sem óháður borgarfulltrúi til loka kjörtímabilsins vorið 2002 Hann var síðan kjörinn borgarfulltrúi af F-lista Frjálslyndra og óháðra í borgarstjórnarkosningunum vorið 2002. 

Hann kom mér alltaf fyrir sjónir sem einstaklingur með miklar hugsjónir og var ekki tilbúin að gefa mikið eftir í þeim efnum.

Mér finnst sérkennilegt, ef rétt er, að hann hafi verið beðin um að skila vottorði um heilsufar sitt áður en hann tekur á ný sæti í borgarstjórn.  Í 45. grein samþykkta Reykjavíkurborgar kemur fram:

Nú telur borgarfulltrúi sig ekki geta gegnt skyldum sínum í borgarstjórn án óhæfilegsálags og getur borgarstjórn þá létt af honum störfum eða veitt honum lausn að eigin ósk umtiltekinn tíma eða til loka kjörtímabils. Varamaður tekur þá sæti hans skv. 24. gr. sveitarstjórnarlaga.Séu borgarfulltrúi og varaborgarfulltrúi báðir forfallaðir á sami framboðsaðili rétt á að tilnefna fulltrúa af framboðslista sínum til bráðabirgða.

Ekkert kemur fram í samþykktunum að kjörnir fulltrúar þurfi að skila slíku vottorði þegar þeir snúa á ný til starfa.

Ætli þetta sé spuni sem settur er að stað af minnihluta eða taugaveiklun meirihlutans? Það verður án efa forvitnilegt að fylgjast með störfum Ólafs sem forseta Borgarstjórnar á næstu misserum.


mbl.is Ólafur F. látinn skila vottorði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband