12.11.2007 | 10:59
Fréttir af miðstjórnarfundi
Flaug norður á Akureyri á miðstjórnarfund a föstudagskvöld. Þótt fundurinn hæfist ekki fyrr en á laugardag er það nú einu sinni þannig að raunverulegu stöðuna finnur maður á fólkinu fyrir fund. Þegar menn ræða málin maður á mann og allt er látið flakka. Var margs vísari eftir þá umræðu.
Á laugardag var síðan fundur miðstjórnar. Verð að viðurkenna að mér líkaði ekki allt það sem þar var sagt. Veit stundum ekki hvort leiktjöldin fá meiri umfjöllun í fjölmiðlum en raunveruleg staða þeirra mála sem rædd eru á slíkum fundum.
Að minnsta kosti er ég verulega hugsi eftir fundinn. Hver við stefnum og hvað sé í spilunum. Ekki síst hverjir það séu sem móti stefnu flokksins.
Æðsta stofnun flokksins, flokksþingið, mótaði grunnstefnu flokksins í sérstöku plaggi árið 2001. Síðan mótaði síðasta flokksþing á liðnu vori , líkt og öll flokksþing gera, stefnu sína í helstu málaflokkum.
Ég hef alltaf talið að í stefnumótun flokks, líkt og í stefnumótun fyrirtækja, að það best sé að margir komi að slíkri vinnu en ekki að einstakir aðilar leggi hver fram sína stefnu. Slíkt boðar aldrei sátt um sameiginlega sýn og hvað þá síður sýnir það fram á lýðræðisleg vinnubrögð.
Það yrði nokkuð torsótt ef allir forystumenn flokksins leggðu hver fyrir sig fram slíka framtíðarsýn. Myndi aðeins sýna fram á ólíka skoðanir flokksmanna og ýta undir átök.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Af mbl.is
Innlent
- Segist ætla af stað með eina vél í júní
- Veruleg hætta á að búa þurfi til harðari lendingu
- Innköllun vegna óleyfilegs varnarefnis
- Offramleiðsla úti um allan heim
- Ísland fékk sannarlega undanþágur
- Íslendingar geta ekki fengið allt samtímis
- Verður vonandi ekki eins slæmt og í mars
- Varað við vestan hvassviðri og hárri ölduhæð
Erlent
- Lögreglan fær heimild til að skjóta niður dróna
- Bjartsýni í viðræðum um lok stríðsins
- Saka Ísrael um sjóræningjastarfsemi
- Fjórir látnir eftir að bygging hrundi í Madríd
- Hyggjast banna samfélagsmiðla fyrir börn
- Myndskeið: 3.000 ára grafhýsi opnað almenningi
- Myndskeið: Hundruðum bjargað af Everest
- Fjögurra saknað eftir að bygging hrundi í Madríd
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.