9.11.2007 | 11:32
Fundir
Þrír fundir hjá mér um ólík efni í gær.
Fyrst var fundur í félagsmálaráðuneyti þar sem fjallað er um lengdra viðveru fatlaðra ungmenna í framhaldsskólum. Gott mál sem þarf var að ræða. Veit af reynslu að foreldrar fatlaðra barna standa frammi fyrir öðrum veruleika en flestir aðrir foreldrar. Börnin þeirra verða ekki sjálfbjarga í daglegu lífi fyrr en mun seinna en önnur börn og sum ná þeirri færni aldrei í lífinu. Það er því mikilvægt að foreldrum þessara barna verði gert það kleyft að vera úti á vinnumarkaði. Það er því miður ekki alltaf raunin.
Síðan tók við fundur í Áfengis-og vímuvarnaráði. Hef setið í ráðinu í nokkur ár og geri ráð fyrir að nú verði nýtt ráð skipað í byrjun árs. Hitti þar Sigrúnu Aðalbjarnardóttur sem situr með mér í ráðinu. Hún er að gefa út áhugaverða bók sem ber nafnið "virðing og umhyggja-ákall 21 aldar" og er þörf ábending til aldrei þeirra sem koma að uppeldi barna og ungmenna. Bókin byggir á rannsóknum Sigrúnar á félags-og tilfinningaþroska nemenda og því byggð á fræðilegum grunni. Hún er mjög aðgengileg til lestrar og ætti að vera til á sem flestum heimilum.
Síðan var kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjavík haldið. Ég er félagi í Reykjavík suður og á sama tíma funduðu framsóknarmenn í Reykjavík norður. Í framhaldi voru síðan kjördæmissamböndin sameinuð í eitt og er það af hinu góða. Hef hins vegar verulegar áhyggjur af mætingu á fundinum. Eitthvað mikið að sem þarf að skoða.
Ég er síðan á leið á miðstjórnarfund Framsóknarflokksins síðar í dag. Hann er haldinn á Akureyri í þetta sinn. Ég hef setið í miðstjórn flokksins frá árinu 1991 eða í 16 ár og á þeim tíma hefur miðstjórnarfundur alltaf verið haldinn í Reykjavík. Kannski þetta boði breytingar á stefnu flokksins. Ég a.m.k. með opnum huga á þennan fund.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.