Leita í fréttum mbl.is

Að skrifa fyrir sjálfan sig eða aðra?

Fór í morgun á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldinn er á Hilton Hóteli.

Hafði fengið leyfi til þess að sitja þar fyrirlestur um þjónustutilskipun Evrópusambandsins sem snýr að almannaþjónustu.  Góðir fyrirlesarar sem þar voru en verð að viðurkenna að þetta málefni er frekar tormelt. Kannski þess vegna sem ekki kom nema ein fyrirspurn úr sal, og hún var frá lögfræðingi innan stjórnsýslunnar.

Hef verið að velta fyrir mér að skrifa um þetta efni í lokaverkefni mínu í meistaranáminu. Vekur ekki sérstakan áhuga þeirra sem ég segi frá þessari hugmynd minni. Sérhæft og erfitt fyrir fólk að setja sig inn í þetta verkefni nema það sé mitt í hringiðu stjórnsýslu sveitarstjórnamála.

Langar hálft í hvoru að skrifa um eitthvað krassandi og áhugavert. Laun og launakjör kjörinna fulltrúa og tengsl þeirra við kjósendur er síðasta hugmyndin. Án efa mun meira spennandi og fengi meiri athygli.

En stundum verður maður að láta skynsemina ná yfirhöndinni.

Á endanum verður maður að fara með þessa reynslu út á vinnumarkaðinn og leita sér að starfi. Þá er það einfaldlega svo að stjórnmálaáhuginn og lýðræðisumræða skilar ekki mörgum atvinnutilboðum. Því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband