Leita í fréttum mbl.is

Lögbundin þjónusta með langa biðlista

Jóhanna Sigurðardóttir kom fram í fjölmiðlum í lok síðustu viku og tók af skarið í málefnum langveikra barna.

 

Hún sagðist sagði í viðtölum að lög um greiðslur til foreldra langveikra barna ættu að ná til allra, ekki aðeins þeirra sem greindir eru frá árinu 2006. Jóhanna ætlar ekki bara að hækka greiðslur heldur ætlar hún líka að auka þjónustu til þessa hóps. Þessu hljóta allir að fagna.

 

Hitt er annað að þegar félagsmálaráðherra heitir þessum hóp aukinni félagslegri þjónustu staldra ég aðeins við. Hún talar um að veita þessum hóp aukna þjónustu í formi liðveislu og þjónustu í samræmi við aðra stoðþjónustu, skammtímavistun og ýmissa aðra þjónustu sem er í lögum um málefni fatlaðra.

 

Þó þessi þjónusta sé lögbundin  er það  raunin að fæstir fatlaðra njóta hennar. Vandinn er sá að ekki fæst starfsfólk til þess að vinna þessa vinnu. Það fjármagn sem sett er til þessarar þjónustu nægir ekki til.

 

Þetta á við um alla þessa stoðþjónustu og oft margra ára bið eftir úrræðum.

 

Skora á félagsmálaráðherra að auka fjármagn til þessarar lögbundu þjónustu um leið og veita á hana til fleiri hópa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband