21.9.2007 | 15:32
Seta í pólitískum nefndum
Alfreð er langt í frá fyrsti framsóknarmaðurinn sem hættir stjórnarformennsku í nefndum ríkisins eftir að ný ríkisstjórn tók við fyrir fjórum mánuðum.
Það aðilar ég man eftir í augnablikinu og tengjast framsóknarflokknum, og hafa nú vikið sæti, eru Páll Pétursson sem formann lyfjagreiðslunefndar, Guðjón Ólafur Jónsson sem formaður Vinnumálstofnunar, Fanney Jónsdóttir sem formaður Jafnréttisnefndar, Árni Gunnarsson sem formaður Flóttamannanefndar, Sæunn Stefánsdóttir sem formaður Innflytjendaráðs og svona má áfram telja.
Sumar þessar nefndir voru skipaðar til fjögra ára eftir alþingiskosningar 2003 og því eðlilegt að fulltrúum væri skipt út í kjölfar nýrra ráðherra. Aðrar voru skipaðar ótímabundið eða á milli kosninga.
Þegar nýir stjórnarherrar tóku við í ráðuneytum eftir kosningar var ekki við öðru að búast en þeir vildu hafa við hlið sér félaga sína eða flokksmenn. Eina pólitíska ráðningin sem ráðherrar hafa heimild til, er í raun val á aðstoðarmanni. Aðra starfsmenn ráðuneyta sitja menn upp með. Flestir þessara starfsmanna eru þarna til þess að vinna að málum sinna ráðuneyta eða stofnanna, þvert á allar pólitískar línur.
Það er því ekkert óeðlilegt að þar sem menn hafa heimild til að skipa nefndarformenn vilji menn fá aðila sem öruggt sé að vinni að málum eftir þeirri pólitísku línu sem flokkurinn leggur í viðkomandi málaflokki.
Það á því ekki að vera feimnismál þegar fólk er skipað samkvæmt þessari pólitísku línu, á sama hátt á það ekki að koma á óvart að menn sem ekki tilheyra sama flokki og ráðherrar séu látnir víkja.
Slíkt er heldur ekki áfellisdómur yfir verkum þeirra sem eru látnir víkja, heldur hluti af þeirri hefð sem hefur skapast í íslenskum stjórnmálum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Góðar pælingar hjá þér Anna. Ég var að velta fyrir mér störfum Alfreðs Þorsteinssonar á bloggi mínu í morgun. M.a. er mjög athyglisvert að sjá hvað er að verða úr "óþekktaranganum" Línu.Net. Lesið um málið hér.
Sveinn Ingi Lýðsson, 21.9.2007 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.