Leita í fréttum mbl.is

Ný forysta valin

Samkvæmt lögum flokksins hefur nú Guðni Ágústson, sem kosin var í embætti varaformanns á síðasta flokkþingi , tekið við formennsku í flokknum. Það er eðlilegur framgangur þegar formaður hverfur af vettvangi og hefði kannski átt að gerast líka þegar Halldór Ásgrímsson hvarf af vettvangi fyrir ári síðan.

Við þetta verður nú a kjósa nýjan varaformann í embætti á Miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem fram fer á morgun, sunnudag.  Valgerður Sverrisdóttir hefur boðið fram krafta sína sem varaformaður. Ég tel að Valgerður hafi unnið vel sem þingmaður og ráðherra á liðnum árum. Ekki síst var ég ánægð með marga ágæta hluti sem hún vann að í starfi sínu sem utanríkisráðherra.

Bæði Valgerður og Guðni hafa starfað lengi innan flokksins. Þau hafa bæði setið á þingi frá árinu 1987 eða í 20 ár. Guðni er fæddur árið 1949 og er því 58 ára. Valgerður er fædd árið 1950 og er því árinu yngri. Þetta eru án efa bæði reynslumiklir stjórnmálamenn.

Hitt er annað að í stjórnmálum er nauðsynlegt að endurnýjun eigi sér stað og slíkt á ekki síst við þegar breytingar verða á stöðu flokksins. Slíkt verður ekki aðeins að vera með ungu fólki heldur líka nýju fólki sem tilbúið er til verka.

Í liðnum kosningum hlaut framsóknarflokkurinn þá verstu kosningu sem hann hefur fengið frá upphafi. Flokkurinn er auk þess komin í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í 12 ár. Ég tel reyndar að flokkurinn hafi ekki átt erindi í ríkisstjórnarsamstarf með sjálfstæðisflokki með slík úrslit úr kosningum. Það starf sem nauðsynlega þarf að vinna að innri málum flokksins hefur í mínum huga aldrei verið meira aðkallandi.

Þessir tveir forystumenn sem nú eru valdir til að bera kyndilinn fram að næsta flokksþingi verða ásamt Sæunni Stefánsdóttur ritara að nota tímann vel. Byggja þarf flokkinn upp til nýrrar sóknar og áhrifa.

Til þess þarf að efla mjög allt innra starf flokksins, virkja menn og konur til starfa og undirbúa jarðveg þeirra kyndilbera sem taka munu við, hverjir svo sem það verða.

Ég segi þetta með þessum hætti því það hefur ekki reynst okkur framsóknarmönnum vel að forystumenn okkar velji sjálfir eftirmenn sína. Það er verkefni almennra flokksmanna um land allt, ekki fámennrar klíku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband