2.6.2007 | 14:44
Undirbúningur fyrir forsætisráðherra
Hef að undanförnu verið að lesa áhugaverða bók sem gefin var út í Danmörku í fyrra.
Hún er eftir 2 danska blaðamenn, Susanne Hagelund og Peter Mose og heitir Håndbog for statsministre.Í bókinni sem skiptist í 29 kafla er farið yfir flesta þá þætti sem menn verða að hafa í huga ef þeir ætla sér að verða forsætisráðherrar í Danmörku.
Dæmi um slíkt eru leiðbeiningar um hvað slíkur einstaklingur verður að búa yfir, umfram það að vera leiðtogi, að það eitt sé ekki nægjanlegt að hafa hlotið pólitísk uppeldi í stjórnmálalokki, að slíkt embætti snúist um miklu meira en pólitík og síðast en ekki síst að fjöldi spunameistara geri ekki útslagið. Þeir leiði menn oft á brautir sem þeir ekki sjálfir vildu fara.
Það sem kom mér mest á óvart er hvað margt í þessari bók er hægt að staðsetja á íslenskt stjórnmál og jafnvel stjórnmálamenn.
Allir áhugamenn um stjórnmál ættu að lesa þessa bók. Hún er sannarlega þess virði, jafnvel þótt menn stefni ekki á stól forsætisráðherra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Sæl
Spunameistarar hafa mikil áhrif á atburðarrás hér heima. Þeir væru máttlausir ef blöðin tækju ekki svona óspart undir, eins og raunin er.
mbk.
Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.