22.5.2007 | 09:36
Að koma af stað frétt.
Þar virðist allt stefna í það sem ég óttaðist mest. Að Jóni Sigurðssyni verði ekki gert það kleyft að starfa áfram í forystu Framsóknarflokksins.
Þegar ljóst varð að við framsóknarmenn í Reykjavík næðum ekki manni inn á þing í afstöðnum kosningum óttaðist ég það að nú myndu átök innan flokksins hefjast, enn á ný.
Forystumenn flokksins hafa þó á liðnum dögum hver í kapp við annan, lýst yfir stuðningi við formanninn opinberlega, en á sama tíma virðist annars konar atburðarás vera að gerast innan flokksins.
Í gær kom síðan ein enn "fréttin" af því hvað sé að gerast innan innsta kjarna Framsóknarflokksins, og nú var fréttin sú að formaðurinn sé að hætta.
Ég hef fullan skilning a því að Jón Sigurðsson sé að skoða stöðu sína nú með sínum nánustu stuðningsmönnum.
Hitt er mér algerlega óskiljanlegt að slíkar "fréttir" leki alltaf í fjölmiðla. Ekki síst þegar slíkur fréttaflutningur gerir ekkert nema koma af stað enn frekari ólgu innan flokksins.
Hver er það sem sífellt kemur slíkum "fréttum" á framfæri og hverju ætlar sá aðili að koma til leiðar nema að minnka enn frekar trú okkar flokksmanna að hægt sé að ná sátt innan flokksins og byrja það uppbyggingarstarf sem nauðsynlegt er.
Ábendingar eru vel þegnar um það hver það sé sem stundar slíkt niðurrif innan síns eigin flokks.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Athugasemdir
sæl Anna, tek undir með þér. Það er með ólíkindum að einstaklingur/einstaklingar svífast einskis sér til framdráttar. Með ólíkindum að Íslands í dag skuli taka þátt í þessu, að hafa áhrif á atburðarrás. Steingrímur hefur greinilega eitthvern einkarétt á sögum. Var hann ekki fjölmiðlafulltrúi Halldórs í stjórnaráðinu?
Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.