Leita í fréttum mbl.is

Lítum í eigin barm

 Skil ekki viðbrögð minna manna við slitum á ríkisstjórninni. Skrifaði eftirfarandi daginn eftir kjördag.

"Hef ekki trú á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Heldur ekki að það verði af vinstra samstarfi. Geir hefur öll spil á hendinni og hann mun semja um nýja ríkisstjórn. Bæði VG og Samfylking vilja ólm fara í samstarf með Sjálfstæðisflokki og það verður án efa raunin. Líklega hentar VG betur þar sem gefa þarf færri ráðuneyti eftir með minni samstarfsflokki.

Ekki það versta sem getur komið fyrir okkur Framsóknarmenn. Held að við eigum að vera utan ríkisstjórnar næsta kjörtímabil. Höfum þurft í nokkurn tíma að fá tækifæri til að laga til innan okkar raða. Heyrði á kosningavökunni í gær menn væru sammála um að það væri forgangsverkefni hjá okkur "Framsóknarmönnum."

Hef enga trú á því að mínir menn hafi verið svo bláeygðir að þeir héldu að ríkisstjórnin héldi á einum manni.Þessi viðbrögð virka á mig sem örvænting. Nú stefnir framsóknarflokkurinn í stjórnarandstöðu og á að nýta sér það til að byggja flokkinn upp.

Er ekki búin að gleyma því hvernig staðan var 1991 þegar svipuð staða kom upp og við lentum í stjórnarandstöðu. Við nýtum þá stöðu sem skapaðist þá til að byggja upp og komum feyki sterk út inn í kosningabaráttuna 1995.

Held að við ættum að líta í eigin barm og skoða hvað betur megi fara innan okkar raða í stað þess að kenna öðrum um hvernig staða flokksins er orðin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband