Leita í fréttum mbl.is

Skoðanakannir út frá hreyfimynstri baktería.

Ótrúlega spennandi fyrirlestur. Kannski að við gætum fengið að vita þarna 
hvernig þetta allt saman fer á laugardaginn.
 
 
Helgi Tómasson dósent heldur fyrirlestur um kosningaspár í málstofu viðskipta- og
hagfræðideildar Háskóla Íslands þriðjudaginn 8. maí kl. 16.15-17.00. Málstofan er
haldin í Odda stofu 101 og er opin öllum.

Helgi hefur lesið úr skoðanakönnunum Fréttablaðsins á undanförnum vikum og beitt
aðferðum sem notaðar hafa verið til að lýsa hreyfimynstri baktería og óspáanleika á
fjármálamörkuðum til þess meðal annars að skoða hvaða áhrif það hefur á fylgi
einstakra flokka ef óákveðnum fækkar t.d. úr 40% í 20% og hvernig fylgismenn
einstakra stjórnmálaflokkanna færast til á milli spákannana. Niðurstöður Helga eru
mjög áhugaverðar og gefa góða innsýn möguleg úrslit kosninganna þann 12. maí. 

Fræðilegt ágrip:
Á síðustu árum hafa fræðin um samfelld slembiferli markað sér sess sem hornsteinn
nútíma fjármálafræði. Brownhreyfingin er grundvallarhugtak sem lýsir hreyfingu
minnislausrar eindar. Brown (1827) notaði þetta hugtak til að lýsa hreyfimynstri
baktería, Bachelier (1900) notaði þetta til að lýsa óspáanleika á fjármálamörkuðum
og Einstein (1905) notað það til að lýsa hreyfingu mólekúla og atóma. Í þessum
fyrirlestri er lesið úr skoðanakönnunum Fréttablaðsins með sams konar gleraugum.
Ráfi fólks milli stjórnmálaflokka er lýst með margvíðri Brown-hreyfingu og gögn úr
skoðanakönnunum túlkuð sem ,,noisy” mælingar á margvíðri Brown-hreyfingu. Stikar
Brown-hreyfingarinnar eru metnir með aðferð mesta sennileika (maximum-likelihood).
Niðurstöður má t.d. nota til að giska á hvaða áhrif það hefði að óákveðnum fækkaði
úr 40% í 20%. 
Heimildir:
Bachelier, L. 1900. Theorie de la speculation. Annales de l’Ecole Normale Superiore,
pages 21–86.
Brown, R. 1827. A brief account of microscopical observations. óútgefið, London.
Einstein, A. 1905. On the movement of small particles suspended in a stationary
liquid by the molecular-kinetic theory of heat. Annalen der Physik, pages 549–560.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband