Leita í fréttum mbl.is

Tyrkland og möguleg aðild að ESB

Eftir heimsókn mína s.l. haust til Tyrklands var ég sannfærð um að landið ætti ekki erindi í ESB á næstu árum. Svo margt var athugavert við stjórn landsins og ekki má gleyma þeim mannréttindabrotum sem framinn hafa verið í landinu á s.l. áratugum gagnvart Kúrdum.

Mikil umræða var um það í fjölmiðlum á meðan heimsókn minni stóð að forsætisráðherra landsins hyggðist gefa kost á sér í embætti forseta landsins. Ljóst var að þetta vakti mikla ólgu meðal íbúa landsins. Svo fór það svo á endanum að utanríkisráðherra landsins var boðin fram með stuðningi forsætisráðherrans til þess að tryggja þannig áfram völd flokksins við stjórn landsins.

Og þegar svo utanríkisráðherrann fær ekki stuðning 2/3 í fyrstu umferð forsetakosninganna þá er stjórnlagadómstóllinn fengin til að ógilda kosninguna.

Hvað ættli forsætisráðherran geri svo næst á leið sinni í átt til lýðræðis?


mbl.is Stjórnlagadómstóll Tyrklands ógildir forsetakosningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband