Leita í fréttum mbl.is

Hvað er upp og hvað er niður?

Ný skoðunakönnun um fylgi flokkanna í Norðausturkjördæmi í dag. Þessi er gerð af Capacent fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið.

Þar er talað um mikið fylgishrun framsóknar. Förum úr rúmum 32% í síðustu alþingiskosningum  í 18% og fáum samkvæmt þessu 2 þingmenn í stað fjögurra. Ekki nógu góð staða með Valgerði sem forystumann þótt hún hafi staðið sig ótrúlega vel á liðnum misserum.

Í könnun sem gerð var fyrir stöð 2 af félagsvísindastofnun þann 5. apríl s.l. mældist Framsóknarflokkurinn í 12,3% og var með einn þingmann í kjördæminu.

Að sjálfsögðu er þessi mæling í dag að sýna fram á mikið tap á fylgi flokksins frá síðustu alþingikosningum en á móti má segja að við séum að fara upp á við frá síðustu könnun.

Breytingar á fylgi flokkanna milli kannanna  er ótrúlega mikil á stuttum tíma og kannski ekki skrítið hversu margir eru ekki enn búnir að gera upp hug sinn rúmum tveim vikum fyrir kosningar.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur og VG bæta við sig í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband