Leita í fréttum mbl.is

Fallegur fyrsti sumardagur

Eyddi fyrsta sumardeginum að mestu í hópi góðra félaga við opnun kosningaskrifstofu okkar framsóknarmanna í Ýmishúsinu.

Opnunin í dag tókst með afbrigðum vel. Hundruðir gesta komu á opnunina og þær ágætu konur í kvennfélaginu sem sáu um kaffiveitingar urðu uppiskroppa með veitingar í lok dagsins. Jafnvel þó gert hefði verið ráð fyrir allt að 1000 gestum í kaffi.

Ég var með vöskum hóp manna að grilla pylsur úti í góða veðrinu og var allan tímann margföld röð eftir pylsunum. Held að ég hafi án efa slegið mitt fyrra met í dag við að afgreiða eina með öllu.

Mest um vert var ánægjulegt að hitta alla þá góðu félaga sem þarna gáfu sér tíma til að líta við. Held að við framsóknarmenn getum litið bjartsýn til baráttu næstu þriggja vikna og treyst því að nú fari fylgið að færast upp á við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Til Lukku með opnunina, ég var því miður fjarri góðu gamni en Lasaruz hefur verið í heimsókn hjá mér síðastliðna viku... fór um daginn til ykkar og leist vel á.

Kristbjörg Þórisdóttir, 19.4.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband