2.4.2007 | 15:05
Þjálfun í lýðræðislegum vinubrögðum
Fékk tækifæri til að skreppa af landi brott um helgina. Nýtti það tækifæri vel og naut þess að anda að mér vorinu sem virðist vera komið til evrópu. Leyfði mér að gleyma að blogga á meðan.
Fylgdist með úr fjarska íbúalýðræðinu í verki í Hafnarfirði. Stundum hefur það verið sagt að þegar kjörna fulltrúar skortir kjark til að taka óvinsælar ákvarðanir, þá grípi þeir til kosninga á meðal íbúanna.
Fulltrúalýðræðið , sem við búum við, felur það í sér að valdi sé beitt í þágu almennings. Það sé til lengri tíma litið í samræmi við óskir almennings. Í þessu tilfellu vissu hinsvegar kjörnir fulltrúar ekki almennilega hver var vilji almennings. Kannski ekki skrítið þegar svona mjótt er á munum.
Gott að niðurstaða sé fengin þótt hún sé alls ekki svo öllum líki.
Held að þessar kosningar séu ábending til stjórnvalda um að sveitarfélög og ríki þurfa að koma í auknum mæli að því að þjálfa almenning í lýðræðislegum vinnubrögðum. Hvaða áhrif það geti haft að almenningur komi þannig að ákvörðunatökunni sjálfri. Hvað mikilvægt sé að upplýsingagjöf sé veitt af aðilum máls og almenningur nýti sér slíkar upplýsingar til þess að taka upplýsta ákvörðun.
Slík er forsenda þess að stjórnvöldum sé veitt aðhald oftar, en í kosningum á fjögurra ára fresti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Sammála þér að íbúalýðræði er nauðsynlegur þáttur í aðhaldi við stjórnvöld. Mér finnst líka að þegar um er að ræða mjög afdrifaríkar ákvarðanir og umdeildar, sérstaklega ef þær eru óafturkræfar að þá eigi að gilda aukið lýðræði, þ.e. beinar kosningar.
Guðrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.