Leita í fréttum mbl.is

Flokkur sjálfumgleðinnar

Ný skoðunakönnun var birt í Fréttablaðinu í dag. Könnunin sýnir að Íslandshreyfingin er að koma sterk inn á völlinn. Þótt 5% fylgi gefi ekki marga þingmenn getur framboðið, ef það spilar rétt út, markað sér stöðu í íslenskum stjórnmálum, a.m.k. næstu fjögur árin.

 

Íslandshreyfingin virðist vera að taka fylgi af Frjálslyndum, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum. Átti svo sem ekki von á að þetta framboð tæki mikið fylgi af okkur framsóknarmönnum. Flokkurinn stendur í raun fyrir lítið annað en framsóknarmenn standa fyrir. Á miðju stjórnmálanna með sýn á atvinnu og efnahagsmál. Sýn okkar og þeirra á orkumálin er þó með ólíkum hætti.

 

Fulltrúi Frjálslyndra virkaði ekki vel á mig í Silfrinu. Hann talaði á þeim nótum að það jaðraði við rasisma. Að fjölmenningasamfélagið gengi ekki upp. Vitnaði í skýrslu frá Hollandi um þann sannleika. Slík fjölmenningasamfélag virðist þó vera raunveruleikinn t.d. í Bandaríkjunum. Þar hefur samfélaginu verið líkt við suðupott þar sem  einstaklingar af óteljandi ólíkum þjóðernum hafa safnast saman. Gerjunin sem þar ríkir virðist höfða til ótrúlega margra,.a.m.k. sækjast margir eftir að búa þar.

 

Fulltrúi Íslandsframboðsin virkaði hinsvegar sannfærandi á mig í Silfri Egils. Var með skýr og öfgalaus viðhorf. Var með mjög ólíkar áherslu en heyrðust í máli fulltrúa VG. Vinstri grænir eru farnir að virka á á mig sem flokkur sjálfumgleðinnar. Þeir tala eins og þeir sem hafa nú þegar sigrað kosningarnar.

 

Fulltrúar þeirra hafa talað um öll verkin sem þeir hafa unnið. Mér er spurn, hvaða verk eru það? Þótt flokkar geti verið öflugir í stjórnarandstöðu þá segir það ekkert um hvernig þeir standa sig við stjórnvölin.

 

Hvað sem verður er ljóst að dagarnir fram til kosninga verða óhemju spennandi og ómögulegt að segja hvað tekur við eftir kosningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Ef þú mættir í tímana þína í aðferðafræði þá veistu að könnunin  sýnir ekki að Íslandshreyfingin sé að taka fylgi af neinum hinna flokkana þar sem engin marktæk breyting er á fylgi þeirra í mánuðinum. Þetta sérðu strax ef þú tekur tilit til þeirra vikmarka sem upp eru gefin. Vek athygli þína á bloggi mínu í kvöld. Kær kveðja.

Pétur Tyrfingsson, 25.3.2007 kl. 22:32

2 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Þekki mína aðferðafræði vel. Kann meira að segja að skoða þetta út frá vikmörkum. Hef hinsvegar tekið þann pól í hæðina að líta á skoðanakannanir sem vísbendingu en ekki hinn eina sanna sannleik. Hef  oft haft hina bestu skemmtun af "góðum"könnunum. Stóri sannleikur lítur hins vegar dagsins ljós á kjördag. Þangað til leyfi ég mér að fabúlera um þær kannanir sem líta dagsins ljós.

Anna Kristinsdóttir, 25.3.2007 kl. 22:56

3 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Sannleikurinn er "minni" ef þú tekur ekki tillit til vikmarkanna. En þá er auðvitað hægt að fabúlera meira ef það er tilgangurinn. Ef maður titlar sig stjórnmálafræðing en fer mjög ófaglega með upplýsingar í skoðanakönnunum um stjórnmálaviðhorf.... hvað heitir það?

Pétur Tyrfingsson, 27.3.2007 kl. 00:12

4 Smámynd: Fanný Guðbjörg Jónsdóttir

já silfrið var frekar undarlegt þennan sunnudaginn. Ég fann til með henni Erlu sem var þarna ein frá hægri og fékk svo sannarlega að finna fyrir skothríð frá öllum öðrum þarna við borðið. Ekki alveg sanngjarnt en það hefði svo sem mátt sjá þetta fyrirfram. Hann Jón blessaður dómarinn frá Frjálslyndum gerði akkúrat það sem af honum var ætlast, gróf djúpa gröf dýpri. Vonandi heldur hann áfram að sýna sitt rétta agenda alveg fram að kosningum.

Annars bara þakka ég lesturinn hjá þér Anna, hef gaman að þessu öllu saman.

Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, 27.3.2007 kl. 02:57

5 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Andsk. held ég að lífið yrði einsleitt ef allt sem ég segði og gerði væri samkvæmt fræðunum. Það að ég sé með próf í stjórnmálafræði er ekki það eina sem ég stend fyrir og ekki allar þær skoðanir sem ég stend fyrir mótaðar eingöngu af því.

Anna Kristinsdóttir, 28.3.2007 kl. 09:56

6 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Anna þú segir:

"Hef hinsvegar tekið þann pól í hæðina að líta á skoðanakannanir sem vísbendingu en ekki hinn eina sanna sannleik"

Er eitthvað val um það?  Skoðanakannanir geta aldrei annað en verið vísbendingar um "sannleikan" hverju sinni. (Oft sterkar vísbendingar vissulega)  Það er nefnilega ekki hægt að álykta út frá skoðunakönnunum með 100% vissu. 

Ætli einhverjum veðurfréttamanninum myndi detta í hug að segja að hann tæki þann pól í hæðina að líta á spá sína mánuði fram í tíman sem vísbendingu um veðrið eftir mánuð en ekki hin eina sanna sannleik - ég meina hefur hann val? 

Hafrún Kristjánsdóttir, 28.3.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband