13.2.2007 | 23:05
Skylmingar um ábyrgð
Stjórnsýslan hér á landi er einfaldlega veikburða og ekki alltaf í stakk búin til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu. Það hefur margoft komið fram á liðnum árum.
Þótt miklar breytingar hafi orðið á stjórnsýslunni á liðnum áratug til batnaðar, er kerfið alltaf að breytast. Ný verkefni koma upp á borð stjórnvalda og breytingar á lögum og reglum krefjast meiri eftirfylgni. Nýjar stofnanir taka til starfa og eldri stofnanir sameinast. Kerfið breytist og stundum gleymist að fylgja eftir öllum þáttum starfsemi hins opinbera.Breytingar innan stjórnsýslu eru hluti af breytingum í samfélaginu öllu og fylgja eðlilegri þróun.
Hlutverk stjórnmálamannananna í þessu kerfi er fyrst og fremst að móta stefnuna og síðan er það stjórnsýslunnar að framfylgja henni.
Þegar upp koma mál sem benda á brotalamir innan kerfisins er það stjórnvalda að bregðast við. Slíkt þarf að gera með ábyrgum hætti og koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað aftur. Einnig þarf að leita leiða til að lágmarka þann skaða sem orðið hefur vegna slíkra mála, og bæta þann skaða ef mögulegt er.Ef slík mál snúa að einstaklingum sem jafnvel hafa haft af því skaða, eiga stjórnvöld að bregðast en hraðar við.
Stjórnvöld á hverjum tíma eiga líka að sýna auðmýkt gagnvart slíkum vanda. Menn verða aldrei minni af því að viðurkenna mistök.
Slíkt á stjórnarandstaðan líka að viðurkenna, og í stað þess að leita af einstaklingum til að draga til ábyrgðar á hún að viðurkenna sinn þátt í að móta þá stjórnsýslu sem við búum við.
Hættum pólitískum skylmingum vegna Byrgis og Breiðavíkurmála. Hugsum frekar um þá einstaklinga sem um sárt eiga að binda vegna þessa og göngum samhent í að leysa vanda þeirra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Þetta er mjög vel skrifað hjá þér og hverju orði sannara.
Kristbjörg Þórisdóttir, 14.2.2007 kl. 20:11
Góður pistill. Vonandi að menn og konur á þingi og annarsstaðar átti sig á þessu fyrr en seinna og slíðri sverðin. Það er ómæld vinna framundan í þessum málum og afar slæmt ef það sem ætti að hafa forgang, þ.e.a.s. fólið sem fyrir þessu varð, er látið bíða meðan rifist er um hverjum þetta var allt að kenna.
Halldór Egill Guðnason, 16.2.2007 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.