Leita í fréttum mbl.is

Botninum náð

Ekki er ástandið beysið fyrir okkur framsóknarmenn samkvæmt nýjustu skoðanakönnun fréttablaðsins sem birtist um helgina. Var stödd utanbæjar og fréttir af slakkri stöðu flokksins bárust mér seint í gærkveldi.

 

Ætla ekki að neita því að ég hélt að botninum væri náð. Við færum ekki undir 7%. En verðum víst að bíta í það súra epli að staðan hefur enn versnað og flokkurinn mælist  með undir 4% fylgi. Ætla ekki að falla í þann pyt að gagnrýna sendiboða slæmra tíðinda.

 

Held þó að þetta sé langt frá því að vera raunveruleg staða. Byggi það ekki á óskhyggju heldur þeirri fullvissu að flokkurinn á mikið inni. Veit að þó við höfum misst einstaklinga fyrir borð er enn mikið af fólki sem fylgir okkur að málum.  Þótt staðan sé slæm þykja mér menn ganga full langt í því að spá flokknum dauða.

 

Kristinn farinn úr flokknum. Ekki neitt sem kemur á óvart. Hefur um langt skeið verið ósáttur við sína stöðu innan flokksins. Kristinn átti engar rætur í flokknum og það er eitt af því sem heldur mönnum í flokknum, jafnvel þótt þeir séu ósáttir við stöðu mála á tímabilum.

 

Held þó, að hann hefði getað fengið nokkra framsóknarmenn til að fylgja sér ef hann hefði valið að fara í framboð fyrir aðra en frjálslynda. Þeir sem ganga til liðs við þann flokk virka ekki trúverðugir. Flokkurinn sá virðist vera að verða samansafn þeirra sem ekki hafa þrifist innan annara flokka.

 

Svo er bara bíða og sjá hvort botninum sé ekki náð í skoðanakönnunum fyrir okkur framsóknarmönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband