Leita í fréttum mbl.is

Opið í Bláfjöllum

reykjavik-skiing-area-01

 Fyrsti opnunardagurinn í Bláfjöllum fyrir almenning var í gær. Fékk mikla umfjöllun í fréttum í gær og dag. Kannski ekki af góðu einu,  því rafmagnslaust varð á svæðinu  á áttunda tímanum í gærkvöld þegar útsendingarbíl á vegum Ríkisútvarpsins var ekið á rafmagnslínu. Viðbrögð starfsmanna á svæðinu voru hárrétt og ekki tók langan tíma að koma þeim sem voru fastir í lyftunum á fast land. Helgin lofar því góðu með frosti, stillu og sólskini. 

Var skipuð í Bláfjallanefnd síðasta sumar og gegni þar formennsku. Hef haft í nógu að snúast í fundarhöldum vegna þessa á liðnum mánuðum. Bláfjallanefnd er samstarfsnefnd  sveitarfélaganna Reykjavíkur, Kópavogs, Seltjarnarness, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Sandgerðisbæjar, Grindavíkur, Gerðahrepps, Vatnsleysustrandarhrepps, Bessastaðarhrepps, Reykjanesbæjar og Mosfellsbæjar.  

Auk þess að fara með rekstur skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálfelli fer stjórn skíðasvæðanna með stjórn Bláfjallafólkvangs. Var m.a. á fundi í gær þar sem kynntar voru hugmyndir Þríhnjúka ehf. um að kanna möguleikann á að útbúa útsýnispall inn í hellinum sem þar liggur og að bora jarðgöng inn í gíghálsinn sjálfan.  Þessi hellir liggur á svæði Bláfjallafólkvangs og því er það m.a. hlutverk okkar sem í sitjum í ráðinu að hafa skoðun á slíkum framkvæmdum. Þó eru þeir aðilar sem málið kynntu, aðeins að kanna hvort framkvæmanlegt er að hrinda þessu af stað út frá umhverfis og öryggisþáttum.   

Síðan yrði það annara að koma þessari hugmynd í framkvæmd, ef að yrði. 

Anna Kristinsdóttir, annakr@annakr.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband