Leita í fréttum mbl.is

Margrét, Guðjón, Magnús,Jón

Ótrúlegt hvað formaður og varaformaður frjálslynda flokksins virðast vera einbeitir í því að kljúfa flokkinn í herðar niður. Kannski sýnir það hvað velgengi í skoðanakönnunum getur farið illa með litla flokka.  

Þekki Margréti Sverrisdóttur af góðu einu. Hún er mun meira erindi í stjórnmálin en flestir þeir sem skipa forustusveit innan frjálslyndra. Hefði því haldið að formaðurinn mundi fagna því að hún gæfi kost á sér til varaformanns.  Í stað þess að sýna styrk sinn til þess að leiða flokkinn í gegnum þessar hremmingar, sýndi hann slæma dómgreind þegar hann lýsti yfir stuðningi við Magnús Þór sem varformann.  

Skynsamlegra hefði verið að leyfa mönnum að takast á á komandi landþingi, án hans afskipta. Þar hefði hinn almenni flokksmaður haft síðasta orðið og formaðurinn gengið óskaddaður frá þeim leik. Ekki er víst að slíkt verði ef Margrét nær kjöri í varaformann eða gengur alla leið og býður sig fram til formanns. 

Ekki síður sýndi það dómgreindarleysi að lýsa ekki yfir stuðningi við Margréti til að leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi-suður. Tel hann hafa dæmt hana úr leik í þeim viðtölum sem tekin voru við hann í dag. Eflir hana enn frekar í átökunum framundan. 

Nú stefnir allt í átakaþing hjá frjálsyndum um aðra helgi. Hvaða stefnu flokkurinn tekur að því loknu verður fróðlegt að sjá. 

Flest bendir til að þeir félagar Guðjón og Magnús hafi tekið höndum saman með Jóni Magnússyni til þess að stöðva frekari framgang Margrétar Sverrisdóttur innan flokksins. Hver sem verður niðurstaða þessa landsþing verður, er ljóst að einhverjir sitja særðir eftir.Það verður því að lokum alltaf flokkurinn sjálfur sem tapar í þessum átökum.  

Anna Kristinsdóttir, annakr @annakr.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband