17.5.2007 | 15:17
Hvað svo?
Það fór svo. kannski ekkert skrítið. Erum kannski best sett utan stjórnar.
Ég óttast hinsvegar að sú staða komi upp, að nú hefjist baráttan um hverjir eigi að fara með völd inna flokksins
Í stað þess að leggja allt kapp á að breyta og bæta og gefa Jóni Sigurðssyni tækifæri til þess, muni menn fara að berjast um hver taki við formennsku og varaformennsku.
Nú verði boðað aukaflokksþing og baráttan um embættin þrjú hefjist. Slík barátta mun án efa leiða okkur endanlega á endapunkt.
Þetta er það sem ég óttast mest. Vonandi verður staðan ekki slík.
![]() |
Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2007 | 21:43
Hver er best?
Stjórnarmyndunarviðræðurnar eru allar að færast nær því að vera spurning um það hvort tveir ólíkir einstaklingar nái að lokum saman. Þannig er stöðugt verið að tala um þreifingar og annað í þeim dúr. Líkist á vissan hátt sambandi tveggja einstaklinga og spurningunni hvort samband þeirra gangi upp.
Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur þá að vera karlmaðurinn í sambandinu, sá sem mun að lokum velja eða hafna.
Framsóknarflokkurinn er þá "gamla" maddaman sem alltaf stendur við sitt, en virkar kannski ekki alltaf mest spennandi. Sumir vilja setja hana útaf fyrir eitthvað nýtt og ferskara.
Samfylkingin, líkast til þroskaða konan sem veit hvað hún vill, og er tilbúin í allt. Gæti virkað meira spennandi en hún er, í krafti stærðarinnar.
Vinstri hreyfingin grænt framboð er þá trippið sem erfitt er að hemja. Lofar öllu, en gæti allt eins hlaupið undan sér.
Hvað ætli að virki best á endanum?
16.5.2007 | 15:23
Fatlað fólk má líka.
Frábært framtak. Það kom að því, og nú verður að tryggja meira þessu líkt.
Takk fyrir þetta
![]() |
Knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2007 | 22:51
Kannski?
Kannski er það á endanum betra fyrir okkur framsóknarmenn að halda áfram í stjórnarsamstarfinu?
Kannski er ekki hægt að vinna til vinstri eftir málflutning vinstri flokkanna ?
Kannski er eina leiðin sú að tryggja Jóni formanni stöðu til þess að hefja endurreisn flokksins í borginni?
Kannski er það skárri kosturinn af tveim slæmum?
14.5.2007 | 22:54
Stelpur, hvar voruð þið?
Ljóst að nú fækkar konum en á þingi, verðum víst að bíta í það súra epli að vera nú aðeins með 20 konur og 43 karlar á þingi. Það er víst lægsta hlutfall kvenna á þjóðþingum á Norðurlöndunum.
Af sjö þingmönnum okkar eru tvær konur og lengi nætur var tæpt á því að Siv kæmist inn.
Við framsóknarmenn höfum gjarnan hreykt okkur af því að vera sá flokkur sem hefur verið hvað mest leiðandi í jafnréttinu. Framsóknarflokkurinn hafi mest jafnrétti á framboðslistum sínum og hafi haft jafnt vægi ráðherra, 3 konur og þrjá karla.
Höfum haft virka kvennahreyfingu í flokknum frá stofnun LFK frá árinu 1981. Átti von á að þær myndu beita öllu sínu til þess að tryggja áframhaldandi góða stöðu kvenna í flokknum. Sé á heimasíðu þeirra www.lfk.is að síðan hefur verið uppfærð þrisvar sinnum frá því að að við framsóknarmenn héldum flokksþing okkar í byrjun mars s.l.
Þar er ekki eitt orð um nauðsyn þess að tryggja okkar konur á þing eða önnur pólitísk brýning til kvenna. Að taka að sér slík ábyrgðarstörf í stjórnum, kallar á það að taka á slíkt alvarlega og a.m.k. viðhalda þeirri stöðu sem konur hafa haft innan flokksins. Það hefðu þær átt að gera með sýnileika og ákalli til kvenna víða um land að treysta okkar konum fylgi til áframhaldandi setu á þingi. til að vinna þar frekari góð verk.
Það gerði Landsamband framsóknarkvenna ekki í þessari kosningabaráttu og glataði þar með tiltrú margra á kraft kvenna í flokknum. Þessu verður að breyta og snúa þessari þróun við.
13.5.2007 | 17:26
Ný ríkisstjórn án framsóknar?
Niðurstaða kosninganna er áfall fyrir okkur Framsóknarmenn, ekki síst í Reykjavíkurkjördæmunum. Formaður flokksins og leiðtogi okkar framsóknarmanna kemst ekki inn á þing.Ekki heldur Umhverfisráðherrann Jónína Bjartmarz. Án efa þarf að lofta vel hér út í flokkstarfinu áður en ástandið fer að lagast.
Hef ekki trú á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Heldur ekki að það verði af vinstra samstarfi. Geir hefur öll spil á hendinni og hann mun semja um nýja ríkisstjórn. Bæði VG og Samfylking vilja ólm fara í samstarf með Sjálfstæðisflokki og það verður án efa raunin. Líklega hentar VG betur þar sem gefa þarf færri ráðuneyti eftir með minni samstarfsflokki.
Ekki það versta sem getur komið fyrir okkur Framsóknarmenn. Held að við eigum að vera utan ríkisstjórnar næsta kjörtímabil. Höfum þurft í nokkurn tíma að fá tækifæri til að laga til innan okkar raða. Heyrði á kosningavökunni í gær menn væru sammála um að það væri forgangsverkefni hjá okkur Framsóknarmönnum.
Nú bíða menn tíðinda um nýja ríkisstjórn áður en hægt er að hefjast handa.
9.5.2007 | 19:33
Inn og út um gluggann.
Ótrúlega mikil munur á milli kannanna á fylgi flokkanna sem birtar hafa verið í dag.
Þannig mældist Framsóknarflokkurinn með 14,6% fylgi í könnun Capacent sem birt var í hádeginu en með 8,6% í könnun Félagsvísindastofnunar sem birt var í kvöld á stöð 2.
Er skrítið þó almenningur efist um marktækni þeirra þegar stjórnmálaprófessorinn setur fyrirvara á þá nýjustu.
Hef þó þá trú að mínir menn séu að koma sterkir inn. Rúmir 70 tímar í fyrstu tölur.
8.5.2007 | 10:32
Spennandi vinna vegna "skóla án aðgreiningar".
Spennandi frétt á vef Menntasviðs Reykjavíkurborgar í dag. Verður áhugavert að fylgjast með þessari vinnu. Án efa má margt fara betur í innra starfi skólanna vegna "skóla án aðgreiningar" og þetta hlýtur að boða bjartari daga.
Vönduð námstilboð fyrir þroskahamlaða grunnskólanema
Menntaráð Reykjavíkur ákvað á fundi sínum 7. maí að setja af stað markvissa vinnu til að tryggja þroskahömluðum grunnskólanemendum vandað námstilboð í almennum bekk, í sérhæfðri sérdeild og í sérskóla. Til að hrinda þessu verkefni í framkvæmd verður settur á laggirnar stýrihópur og þrír starfshópar sem fjalla munu um þrjár ólíkar námsleiðir fyrir þroskahamlaða nemendur, í almennum grunnskóla, í sérdeild og í sérskóla.
Í greinargerð með tillögu meirihlutans sem nær til um 120 nemenda í sérskólum og um 100 nemenda í almennum grunnskólum, segir m.a:: Hugmyndin með þessari vinnu er ekki að búa til sérúrræði fyrir fleiri börn heldur tryggja meiri fjölbreytni og vandaðri þjónustu. Það er almennur vilji foreldra og stjórnvalda að öll börn eigi rétt á skólavist með öðrum jafnöldrum sínum og að almenni grunnskólinn skuli endurspegla þá fjölbreytni sem ríkir í samfélaginu almennt. Til að svo megi verða þarf að bæta eitt og annað í aðstæðum og innra starfi grunnskólans svo foreldrar hafi raunverulegt val.
7.5.2007 | 21:12
Utan eða innan?
Sammála þessu. Framsóknarflokkurinn á ekki að fara í ríkisstjórn með fimm þingmenn. Illmögulegt yrði þá að manna nefndir innan þings. Nema að fara þá leið að skipa ráðherra utan þings.Held svei mér þá, að það sé þá betra að vera utan ríkisstjórnar og beita kröftum okkar í stjórnarandstöðu.
Veit þó að þetta verður aldrei niðurstaða kosninga. Flokkurinn á mun meira fylgi inni.
![]() |
Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2007 | 17:11
Skoðanakannir út frá hreyfimynstri baktería.
Ótrúlega spennandi fyrirlestur. Kannski að við gætum fengið að vita þarna
hvernig þetta allt saman fer á laugardaginn.
Helgi Tómasson dósent heldur fyrirlestur um kosningaspár í málstofu viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands þriðjudaginn 8. maí kl. 16.15-17.00. Málstofan er haldin í Odda stofu 101 og er opin öllum. Helgi hefur lesið úr skoðanakönnunum Fréttablaðsins á undanförnum vikum og beitt aðferðum sem notaðar hafa verið til að lýsa hreyfimynstri baktería og óspáanleika á fjármálamörkuðum til þess meðal annars að skoða hvaða áhrif það hefur á fylgi einstakra flokka ef óákveðnum fækkar t.d. úr 40% í 20% og hvernig fylgismenn einstakra stjórnmálaflokkanna færast til á milli spákannana. Niðurstöður Helga eru mjög áhugaverðar og gefa góða innsýn möguleg úrslit kosninganna þann 12. maí. Fræðilegt ágrip: Á síðustu árum hafa fræðin um samfelld slembiferli markað sér sess sem hornsteinn nútíma fjármálafræði. Brownhreyfingin er grundvallarhugtak sem lýsir hreyfingu minnislausrar eindar. Brown (1827) notaði þetta hugtak til að lýsa hreyfimynstri baktería, Bachelier (1900) notaði þetta til að lýsa óspáanleika á fjármálamörkuðum og Einstein (1905) notað það til að lýsa hreyfingu mólekúla og atóma. Í þessum fyrirlestri er lesið úr skoðanakönnunum Fréttablaðsins með sams konar gleraugum. Ráfi fólks milli stjórnmálaflokka er lýst með margvíðri Brown-hreyfingu og gögn úr skoðanakönnunum túlkuð sem ,,noisy mælingar á margvíðri Brown-hreyfingu. Stikar Brown-hreyfingarinnar eru metnir með aðferð mesta sennileika (maximum-likelihood). Niðurstöður má t.d. nota til að giska á hvaða áhrif það hefði að óákveðnum fækkaði úr 40% í 20%. Heimildir: Bachelier, L. 1900. Theorie de la speculation. Annales de lEcole Normale Superiore, pages 2186. Brown, R. 1827. A brief account of microscopical observations. óútgefið, London. Einstein, A. 1905. On the movement of small particles suspended in a stationary liquid by the molecular-kinetic theory of heat. Annalen der Physik, pages 549560.
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja