25.9.2007 | 12:30
Lögbundin þjónusta með langa biðlista
Hún sagðist sagði í viðtölum að lög um greiðslur til foreldra langveikra barna ættu að ná til allra, ekki aðeins þeirra sem greindir eru frá árinu 2006. Jóhanna ætlar ekki bara að hækka greiðslur heldur ætlar hún líka að auka þjónustu til þessa hóps. Þessu hljóta allir að fagna.
Hitt er annað að þegar félagsmálaráðherra heitir þessum hóp aukinni félagslegri þjónustu staldra ég aðeins við. Hún talar um að veita þessum hóp aukna þjónustu í formi liðveislu og þjónustu í samræmi við aðra stoðþjónustu, skammtímavistun og ýmissa aðra þjónustu sem er í lögum um málefni fatlaðra.
Þó þessi þjónusta sé lögbundin er það raunin að fæstir fatlaðra njóta hennar. Vandinn er sá að ekki fæst starfsfólk til þess að vinna þessa vinnu. Það fjármagn sem sett er til þessarar þjónustu nægir ekki til.
Þetta á við um alla þessa stoðþjónustu og oft margra ára bið eftir úrræðum.
Skora á félagsmálaráðherra að auka fjármagn til þessarar lögbundu þjónustu um leið og veita á hana til fleiri hópa.
21.9.2007 | 15:32
Seta í pólitískum nefndum
Alfreð er langt í frá fyrsti framsóknarmaðurinn sem hættir stjórnarformennsku í nefndum ríkisins eftir að ný ríkisstjórn tók við fyrir fjórum mánuðum.
Það aðilar ég man eftir í augnablikinu og tengjast framsóknarflokknum, og hafa nú vikið sæti, eru Páll Pétursson sem formann lyfjagreiðslunefndar, Guðjón Ólafur Jónsson sem formaður Vinnumálstofnunar, Fanney Jónsdóttir sem formaður Jafnréttisnefndar, Árni Gunnarsson sem formaður Flóttamannanefndar, Sæunn Stefánsdóttir sem formaður Innflytjendaráðs og svona má áfram telja.
Sumar þessar nefndir voru skipaðar til fjögra ára eftir alþingiskosningar 2003 og því eðlilegt að fulltrúum væri skipt út í kjölfar nýrra ráðherra. Aðrar voru skipaðar ótímabundið eða á milli kosninga.
Þegar nýir stjórnarherrar tóku við í ráðuneytum eftir kosningar var ekki við öðru að búast en þeir vildu hafa við hlið sér félaga sína eða flokksmenn. Eina pólitíska ráðningin sem ráðherrar hafa heimild til, er í raun val á aðstoðarmanni. Aðra starfsmenn ráðuneyta sitja menn upp með. Flestir þessara starfsmanna eru þarna til þess að vinna að málum sinna ráðuneyta eða stofnanna, þvert á allar pólitískar línur.
Það er því ekkert óeðlilegt að þar sem menn hafa heimild til að skipa nefndarformenn vilji menn fá aðila sem öruggt sé að vinni að málum eftir þeirri pólitísku línu sem flokkurinn leggur í viðkomandi málaflokki.
Það á því ekki að vera feimnismál þegar fólk er skipað samkvæmt þessari pólitísku línu, á sama hátt á það ekki að koma á óvart að menn sem ekki tilheyra sama flokki og ráðherrar séu látnir víkja.
Slíkt er heldur ekki áfellisdómur yfir verkum þeirra sem eru látnir víkja, heldur hluti af þeirri hefð sem hefur skapast í íslenskum stjórnmálum.
19.9.2007 | 17:22
Græn svæði umfram úrræði
Finnst þessi afstaða VG um margt sérkennileg.
Þótt mikilsvert sé að halda Laugardalnum, sem þeirri útivistarperlu sem hann er, að mestu án frekari bygginga er þó ekki þar með sagt að hann sé ósnertanlegur.
Það húsnæði sem byggja á þarna og hýsa á geðfatlaða er á því svæði Laugardalsins sem almenningur nýtir í takmörkuðu mæli. Sé sjaldnast fólk á ferli á þessu svæði í ferðum mínum um dalinn.
Hlýtur að vera nauðsynlegt er að hraða þeirri uppbyggingu sem nauðsynlegt er að fari fram í búsetuúrræðum fatlaðra, ekki síst geðfatlaðra.
VG samþykki meðal annar ályktun um þessi mál á landsfundi sínum í febrúar s.l. . Þar kom m.a. fram:
Stórátak í geðheilbrigðismálum
Stórauka þarf áherslu á geðheilbrigðismál og koma á heildrænni stefnu þar að lútandi. Mannréttindasjónarmið, jafnrétti, og sjálfsefling notenda og aðstandenda skulu höfð að leiðarljósi. Brýnt er að vinna gegn fordómum og útskúfun.
Móta þarf heildarstefnu í forvörnum og félagslegum úrræðum, strax frá barnæsku, og tryggja réttindi fólks með geðraskanir, s.s. til viðunandi húsnæðis, félagslegs stuðnings, atvinnuþátttöku, menntunar og þátttöku í samfélaginu.
Ætli fulltrúar VG séu búnir að gleyma þessum fögru fyrirheitum?
Skipulagsráð samþykkti að byggja húsnæði fyrir geðfatlaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2007 | 12:38
Hver er verri meiri eða minnihluti?
Fannst hún sérkennileg þessi frétt sem ég sá inni á eyjunni í fyrradag.
"Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á fundi í kvöld tillögu Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra, um að óska eftir áliti bæjarlögmanns á því hvort fulltrúi Samfylkingarinnar í skólanefnd bæjarins hefði verið vanhæfur í skilningi stjórnsýslulaga þegar hann tók þátt í að fjalla um og greiða atkvæði með frænda sínum í stöðu aðstoðarskólastjóra við Smáraskóla fyrr í sumar."
Jafnframt var sagt í fréttinni frá því að minnihluti í bæjarstjórn hefði á sama hátt haft efasemdir um hæfi fulltrúa meirihluta fyrr á þessu ári.
Nú er það þannig að hverju sveitarfélagi á að vera það kappsmál að þar sé viðhöfð góð stjórnsýsla. Þar eiga starfsmenn sveitarfélagsins að vera leiðbeinandi fyrir þá sveitarstjórnarmenn sem þar starfa. Kjörna fulltrúa og nefndarmenn.
Reykjavíkurborg heldur þannig námskeið fyrir nýja sveitarstjórnarmenn eftir hverjar kosningar til þess að fara yfir lög og reglur sem gilda um slík störf.
Ég man ekki betur en mér hafi verið sérstaklega úthlutað riti um fundarsköp og vinnureglur þegar ég tók sæti fyrst í nefnd á vegum Reykjavíkurborgar árið 1998. Þar var m.a. rætt um mögulegt vanhæfni nefndarmanna.
Jafnframt fagnaði ég því hér í pistli þegar samþykkt var samhljóða tillaga um að móta siðareglur fyrir borgarfulltrúa og bíð en eftir að slíkar reglur líti dagsins ljós.
Held að kópavogsbær og önnur sveitarfélög ættu að setja sér slíkar reglur. Jafnhliða ættu meiri-og minnihlutar í sveitarfélögum að sjá metnað sinn í því að móta góða og skilvirka stjórnsýslu.
Það ætti að skila betri árangri fyrir alla í stað þess að standa í deilum um hvort fulltrúar meiri-eða minnihluta kópavogs sýni verri frammistöðu í störfum sínum í sveitarfélaginu.
10.9.2007 | 15:13
Hvenær rís skólinn?
Um margt einstök kona hefur komið málefnum fatlaðra barna á kortið um einhverja stund. Konan er ljósmyndarinn Mary Ellen Mark og sýningin hennar, Undrabörn, á ljósmyndum af börnum í Öskuhlíðaskóla og Safamýraskóla er ógleymanleg.
Varð reyndar frá að víkja á laugardag þegar sýningin var formlega opnuð í Þjóðminjasafninu vegna mikils mannfjölda, en mun í vikunni fara og skoða hana betur.
Hef hinsvegar lesið nokkur viðtöl við þessa miklu listakonu og séð margar af þessum ógleymanlegu myndum.
Það sem kannski hefur farið fram hjá mörgum er yfirlýsing Júlíus Vífils Ingvarssonar, formanns menntaráðs um byggingu nýs sameinaðs skóla þar sem nemendur Safamýraskóla og Öskjuhlíðarskóla munu sameinast í nýrri byggingu sem reist verður á 20 þúsund fermetra lóð í Suður-Mjódd.
Annað var það líka það sem vakti athygli mína að fjársterkir aðilar komu að fjármögnum verksins, en þeir hinu sömu vildu ekki láta nafn síns getið. Það er virðingarvert og vonandi til þess gert að koma verkinu af stað fyrr en ella.
Nú langar mig bara að vita hvenær verkið hefst og hvenær þessi metnaðarfulla skólabygging verður risin.
6.9.2007 | 23:39
Völd og stjórnmálamenn
Völd geta haft ótrúleg áhrif á fólk. Því miður oft til hins verra. Þess sér maður oft merki í stjórnmálum.
Í kosningabaráttu eru frambjóðendur allra manna alþýðlegastir, ganga á milli almennings og heilsa öllum sem á leið þeirra verða. Láta hafa sig í allavega trúðslæti og ganga um margt úr sinni eigin persónu. Slá met í brosi og hlýleika og gera allt til að fá kjósendur á sitt band.
Eftir kosningar eru að sjálfsögðu margir þeirra sem náð hafa kjöri fullir orku að takast á við verkefni stjórnmálamannsins. Þetta verkefni sem þó er aðeins að hámark til fjögurra ára í senn og snýst um það að fara vel og rétt með umboð kjósenda sinna. Þegar sumir stjórnmálamenn hafa hlotið kjör er þó hinsvegar oft eins og nýtt andlit sé sett upp hjá þessum nýkjörnu fulltrúum. Það er eins og forleikurinn hafi aðeins verið sjónarspil.
Margir þessara stjórnmálamanna eru fljótir að gleymi því fyrir hvað þér hafa hlotið upphefð sína. Hversvegna þeir sitja í embætti. Það er einfaldlega oft á tíðum ekki eingöngu vegna hæfileika eða getu viðkomandi, heldur ekki síst vegna styrk ákveðins stjórnmálaflokks og stöðu þeirra í því samfélagi.
Síðan gerist það oft að þegar líður á kjörtímabilið að þá er eins og menn gleymi fyrir hverja þeir sitja sem kjörnir fulltrúar. Í stað þess að þjóna almenningi eða kjósendum sínum, halda menn að þeir séu þarna fyrir sjálfan sig. Þá fyrst fara vandamálin að líta dagsins ljós.
Upphefðin getur nefnilega stigi öllum til höfuðs. Þeir hætta samskiptum við þá aðila sem komu þeim í valdastólana. Telja sig yfir það hafna að hafa samband við almúgann eða grasrótina. Þeir eru til þess valdir að umgangast fyrirmenn þjóða og tigin fyrirmenni. Þurfa vegna þessa ekki að hafa nema lágmarks samskipti við aðra.
Afverju skrifa ég þetta. Jú ég las nefnilega afar fróðlegt viðtal við Uffe Eleman Jensen fyrrverandi Utanríkisráðherra og formann Venstre í Danmerkurferð minni um daginn. Hann sagði m.a. að það hefði verið sín mesta gæfa í lífinu að hafa aldrei orðið forsætisráðherra Danmerkur en hann sóttist þó eftir því árum saman. Það sama hafi átt við um stöðu framkvæmdastjóra NATO sem hann sóttist einnig eftir. Hann taldi að hann hefði á þessum tíma verið komið svo langt frá þeim raunveruleika sem venjulegt fólk býr við og þakkaði fyrir það að hafa ekki færst enn lengra frá frá almenningi.
Það hefði í raun bjargað lífi hans að hljóta ekki þessa upphefð.
Þetta er án efa sá vandi sem margir stjórnmálamenn standa frammi fyrir. Að þeir velji sér aðeins einstaklinga næst sér sem tilheyra hópi viðhlæjanda. Allir sem standa fjær og gagnrýna stjórnmálamanninn er þannig úthrópaðir sem andstæðingur ef ekki eitthvað enn verra.
Þannig gerist það smátt og smátt að sumir stjórnmálamenn eru komnir svo fjarri þeim raunveruleika sem almenningur býr við að þeir hafa ekki lengur nein tengsl við kjósendur. Jafnframt verða þeir hinir sömu ekki lengur hæfir til að taka ákvarðanir í þágu almennings
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.9.2007 kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.8.2007 | 11:54
Landspítali
Hið besta mál. Orðið Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut er það versta orðskrípi sem lengi hefur komið fram. Virkilegur tungubrjótur sem fæstir notuðu.
Hið opinbera getur líka gert mistök og gott að slík mistök séu leiðrétt.
Landspítalinn háskólasjúkrahús verður Landspítali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2007 | 10:19
Að virða skoðanir annarra
Tel mig nokkuð fordómalaus manneskju. Veit sem von er, að fólk er mismunandi, og hef fullann skilning á því. Veit líka að allir þeir þættir sem koma að mótun einstaklings hafa áhrif á það hvernig fólk kemur fram við náungan og því er oft erfitt að breyta hegðun eða skoðunum manna.
Ég hef reynt í gegnum lífið að setja mig í spor annarra áður en ég set mig í dómarasætið. Þó ekki án undantekninga.
Sumar skoðanir á ég þó erfiðara með að skilja og umbera og þar eru það helst fordómar gagnvart hópum innan samfélagsins. Sama hvort um minnihlutahópa er að ræða eða ekki.
Auðvitað er ekki hægt að setja alla þá einstaklinga sem undir slíka hópa falla undir sama hatt. Þar koma að óteljandi aðrir þætti að og ólíkir mótundþættir hvers og eins.
Allir útlendingar eru ekki eins, ekki allir samkynhneigðir, ekki allir vinstri grænir eða allir unglingar. Hóparnir innifela allir ótrúlega flóru einstaklinga.
Á síðustu dögum hef ég rekið augun í pistla á netinu sem innifela slíka fordóma gagnvart framsóknarflokknum og jafnvel gagnvart öllum þeim einstaklingum sem honum tilheyra.
Þessir pistlar eiga það sammerkt að höfundar þeirra telja allt það sem flokkurinn hefur gert sé afar slæmt. Jafnvel eiga pistlahöfundar það til að nafngreina einstaklinga sem tilheyra flokknum og telja þeim allt til foráttu. Og setja síðan alla flokksmenn undir sama hatt.
Ótrúleg óvild hlýtur að liggja að baki þegar slíkar fullyrðingar eru settar fram. Veit svei mér ekki hvort það er vegna þekkingarleysis eða einhvers annars þegar slíkt skrif eru sett fram
Framsóknarflokkurinn er elsti stjórnmálaflokkur landsins og á uppruna sinn í rótum þess samfélags sem við byggjum í dag. Hann er flokkur sem byggður er upp á gildum samvinnu og jafnaðar og slík hugmyndafræði á fullt erindi í stjórnmálin í dag.
Án efa hefur framsóknarflokkurinn í sinni 90 ára sögu staðið að verkum sem sem eru umdeild. Jafnvel geta sumar ákvarðanir í stjórnartíð hans hafa verið slæmar. Það sama gildir að öllum líkindum um alla flokka sem starfað hafa í stjórnmálum. Sagan dæmir best þau verk sem flokkar vinna og án efa hefur framsóknarflokkurinn komið ótal mörgum góðum málum í verk.
Ég er ekki einlægasti aðdáandi vinstri græna en veit þó að innan þess flokks eru einstaklingar sem ég á mikið sameiginlegt með. Margt af því hið besta fólk. Það sama á við um alla stjórnmálaflokka, innan þeirra er gott fólk sem gott er að eiga að vinum.
Virðum skoðanir annarra og hættum að fella dóma yfir fólki á þessum nótum. Tökumst frekar á um málefninn sjálf.
28.8.2007 | 14:00
Tyrkland á krossgötum
Ekki jákvætt fyrir lýðræðið í Tyrklandi að Gul hafi verið kjörinn í þetta embætti. Hef enga trú á því að hann hafi þjóðina á bak við sig og ekki stendur herinn á bak við hann.
Mun án efa verða til þess að auka óróa í landinu og styttir ekki leið Tyrkja í átt að aðild að ESB.
Abdullah Gül kjörinn forseti Tyrklands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2007 | 12:09
Sveitarstjórn eða þing
Prófið í stjórnsýsluréttinum var í gær. Er orðin uppfull af vitneskju um stjórnsýslulögin, upplýsingalögin og allt það sem kemur að stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.
Verkefnin sem lögð voru fyrir voru ólík en öll nokkuð skemmtileg. Páll Hreinsson sem kenndi þennan áfanga er óhemju fróður og skemmtilegur kennari. Hafði gaman þegar hann afhjúpaði veika og vanhæfa stjórnsýsluna oft á tíðum.
Það sem kemur kannski mest á óvart er hvað stjórnsýsla sveitarfélaga er oft á brauðfótum og hvað vanhæfni kemur þar oft að. Erfitt að taka mál fyrir í minni sveitarfélögum þar sem skyldleikinn er meiri og nándin mikil.
Ljóst að það er mikilvægt fyrir sveitarstjórnir að setja sér einhverskonar siðareglur þegar kemur að vinnubrögðum innan stjórnsýslunnar. Minnir að slík vinna sé nú þegar í gangi hjá Reykjavíkurborg og bíð spennt eftir að sjá útkomuna.
Annars hlustaði ég á röksemdarfærslu nýs félagsmálaráðherra í Kastljósinu í vikunni fyrir því að sveitarfélög ætti ekki að fá hlut í fjármagnstekjuskattinum. Áttaði mig ekki alveg á því hvert hún var að fara þegar hún fór að bera saman mismunandi meðaltal sem hvert sveitarfélag fengi.
Hlýtur að snúast um það að í sumum sveitarfélögum greiða fleiri fjármagnstekjuskatt en í öðrum. Ef slíkt á við verður það sveitarfélag af meiri útsvartekjum en önnur. Finnst þetta ekki sterk rök í málinu að allir fái ekki jafnt.
Held að það sé ekki sama úr hvaða umhverfi menn koma á þing hvaða skoðun þeir hafa á málinu. Þannig virðast fyrrverandi sveitarstjórnarmenn sem nú sitja á þingi hafa skilning á því að sveitarfélög þurfi hlutdeild í fjármagnstekjuskattinum. Þvert á allar flokkslínur.
Nú er bara að sjá að menn vinni þannig á þinginu en gleymi ekki uppruna sínum sem sveitarstjórnarmenn.
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja