Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
26.7.2007 | 16:18
Ferðalög á ferðalög ofan
Er á leið í enn eitt ferðalagið innanlands . Hef slegið persónulegt met í ferðalögum innanlands á þessu sumri og aldrei dvalið fleiri nætur í tjaldi. Er reyndar að verða síðasti Móhíkaninn í þeim efnum þar sem við íslendingar virðumst hafa hætt þessu ferðamáta. Nú verða allir að eiga tjaldvagn/fellihýsi/hjólhýsi.
Hef haft gaman af því að taka út tjaldstæðin og eru þau eins ólík eins og þau eru mörg. Sú greining fer fram síðar.
Það sem hefur komið mér mest á óvart á þessum ferðalögum mínum er áhersla á mörgum stöðum að gera upp gömul hús í upprunalegt horf og er það frábært framtak. Mikil bæjarprýði af slíku og sýnir metnað til að halda í það sem gamalt er.
Eins hefur úrval kaffihúsa og matsölustaða á landsbyggðinni aukist mikið og mikill metnaður á mörgum stöðum. Það er liðin sá tími að aðeins sé hægt að fá hamborgara og franskar. Íslensk kjötsúpa, smurt brauðog heimabakaðar tertur fást á sífellt fleiri stöðu og það af hinu góða. Sú úttekt birtist líka í lok sumars.
Má til að óska Líney vinkonu minni til hamingju með nýja starfið. Líney Rut Halldórsdóttir tekur við framkvæmdastjórastöðu ÍSÍ og var valin úr hóp 50 umsækjenda og er vel af því komin. Hörku kona sem mun án efa leggja allt sitt í þetta.
19.7.2007 | 12:23
Mæling á belging
Össur, hin nýi iðnaðarráðherra, fer mikinn í skrifum sínum þessa dagana og snúast skrif hans helst um framsóknarmenn og vanhugsaðar gerðir þeirra.
Hann hefur í skrifum sínum oft rætt um sjálfan sig og talið að hann væri orðin maður umburðalyndur og án stríðsæsings í seinni tíð. Þannig taldi hann sjálfur að hann yrði "milt yfirvald og nærgætið í ráðuneytinu".
Eitthvað virðist hin síðara ráðherratign hafa stigið honum til höfuðs þar sem hann fer fram á ritvöllinn með miklum ofsa í nýjasta pistli sínum gagnvart nýjum þingmanni framsóknarmanna Bjarna Harðarsyni.
Þar telur Össur, Bjarna allt til foráttu vegna skoðana sinna um framtíðarnýtingu Hótels Vallhallar og jafnframt telur hann Bjarna ekki hafa sinnt starfi sínu sem nefndarmaður í Þingvallanefnd.
Össur telur að hlutverk þess húsnæðis sem reisa ætti í stað Hótel Valhallar ætti að vera "að koma upp aðstöðu sem dygði til að Alþingi gæti haldið þar þingsetningarfund á haustin, og hugsanlega nýta undir smærri ráðstefnur um vísindi og menningu."
Ljóst er að Össur telur ekki að almenningur eigi að hafa aðstöðu á svæðinu nema helst þá í þjónustumiðstöð svæðisins. Í nýju húsnæði í þjóðgarðinum eigi aðeins þeir útvöldu að koma.
Hver skyldi þá fara frekar fara fram sem kjörin fulltrúi almennings Bjarni eða Össur og hvort skyldi mælast með meiri vindbelgur með skoðunum sínum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2007 | 16:01
Snögg viðbrögð
Svona eiga menn að vinna. Hún var ekki lengi að bregðast við og leiðrétta kjör fatlaðra ungmenna.
Vona að þetta sé bara fyrsta skrefið í þessa átt til að bæta enn frekar kjör fatlaðra.
Félagsmálaráðherra styrkir átaksverkefni fyrir fötluð ungmenni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2007 | 23:16
Jóhanna hlýtur að kippa þessu í lag
Vegna umfjöllunar um launamisrétti vegna fatlaðra ungmenna hér á blogginu fyrr í dag er betra að allar staðreyndir séu á hreinu.
Auðvitað var það ekki Reykjavíkurborg sem sýndi slíka misskiptingu í launum. Þetta er verkefni sem liggur hjá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík og heyrir því undir félagsmálaráðuneytið.
Heyrði í kvöldfréttum ruv eftir starfsmanni svæðisskrifstofu að aðeins vantaði 500 þúsund upp á til þess að hægt væri að greiða þessum starfsmönnum full laun fyrir sína vinnu. Sem auðvitað á að gera.
Þessu hlýtur nú Jóhanna að kippa í liðinn strax í dag.
4.7.2007 | 10:27
Misrétti í sinni skýrustu mynd
Á erfitt með að trúa því að svona séu málum háttað hjá Reykjavíkurborg á 21 öld. Hvers konar samfélag er það sem mismunar þegnum sínum með þessu hætti.
Þetta eru ekki sérstaklega jákvæð skilaboð til fatlaðra ungmenna sem eru að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði.
Skildi þetta til lengri tíma leiða til þess að þetta unga fólk sé virkt á vinnumarkaðunum eða sé alfarið á bótagreiðslum hjá almennantryggingum?
Og hvort skildi vera betra, bæði fyrir fatlaða og samfélagið allt?
Fötluð ungmenni fá ekki full laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja