Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Ingibjörg Sólrún og Margaret Thatcher.

Vann með ágætum konum verkefni í liðnni viku um forystuhæfileika Margaret Thatcher í stjórnartíð hennar sem forsætisráðherra Bretlands. Hún kom á miklum breytingum í bresku samfélagi í sinni stjórnartíð. Þótt sumt af því sem hún kom í framkvæmd hafi ekki tekist, var margt sem stendur eftir sem hefur haft afgerandi áhrif á stöðu Bretlands í samfélagi þjóðanna. Þegar hún hlaut ekki nægilegt fylgi í leiðtogakjöri í nóvember 1990 sem formaður Íhaldsflokksins steig hún niður sem leiðtogi flokksins.

 

Ástæða þess að hún hlaut ekki umboð til áframhaldandi forystu var ekki síst vegna þess að Thatcher hafði fjarlægst almenning á síðustu árunum í stjórnartíð sinni. Auk þess að margir af fylgismönnum hennar innan Íhaldsflokksins höfðu ekki lengur trú á að hún næði kjöri aftur sem formaður flokksins og snéru því frá stuðningi við hana. Þar með lauk forystuhlutverki hennar fyrir breska Íhaldsflokkinn.

 

Ingibjörg Sólrún átti góða spretti sem borgarstjóri. Þótt stjórnunarstíll hennar hafi verið ólíkur þeim sem Tahtcher iðkaði. Án efa breytti Ingibjörg sem borgarstjóri miklu fyrir almenning í borginni. Við sem höfum alið upp börnin okkar á liðnum áratugum hér í Reykjavík finnum mikin mun á að búa í borginni í dag en var áður. En líkt og Thather hafa Ingibörgu orðið á mistök.

 

Hún valdi að víkja úr stól borgarstjóra og halda á vit landsmálanna. Hún fékk kosningu sem formaður Samfylkingarinnar  og frá þeim degi hefur fylgi flokksins farið niður á við. Nú er það sama að gerast fyrir Ingibjörgu og gerðist á síðustu mánuðum stjórnartíðar Thatcher. Hennar eigin menn eru að stökkva frá borði.

 

Hver á fætur öðrum koma fram samfylkingamenn og segja frá því að málin séu ekki í góðum farvegi.Nú síðast í morgunblaðinu í dag segir Guðrún Ögmundsdóttir frá því að allt undir 32% fylgi í kosningum sé óviðunandi. Samfylkingin mælist nú með 22% og á því langt í land.

 

Er ekki einsýnt að pólitísk líf Ingibjargar sem formanns Samfylkingarinnar sé brátt  á enda? Ólíklegt að nokkuð annað sé í spilunum nú rúmum þrem mánuðum fyrir kosningum.  Nú er bara spurning hver taki við, og hvenær.


« Fyrri síða

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband