Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2007

Ingibjörg Sólrún og Margaret Thatcher.

Vann međ ágćtum konum verkefni í liđnni viku um forystuhćfileika Margaret Thatcher í stjórnartíđ hennar sem forsćtisráđherra Bretlands. Hún kom á miklum breytingum í bresku samfélagi í sinni stjórnartíđ. Ţótt sumt af ţví sem hún kom í framkvćmd hafi ekki tekist, var margt sem stendur eftir sem hefur haft afgerandi áhrif á stöđu Bretlands í samfélagi ţjóđanna. Ţegar hún hlaut ekki nćgilegt fylgi í leiđtogakjöri í nóvember 1990 sem formađur Íhaldsflokksins steig hún niđur sem leiđtogi flokksins.

 

Ástćđa ţess ađ hún hlaut ekki umbođ til áframhaldandi forystu var ekki síst vegna ţess ađ Thatcher hafđi fjarlćgst almenning á síđustu árunum í stjórnartíđ sinni. Auk ţess ađ margir af fylgismönnum hennar innan Íhaldsflokksins höfđu ekki lengur trú á ađ hún nćđi kjöri aftur sem formađur flokksins og snéru ţví frá stuđningi viđ hana. Ţar međ lauk forystuhlutverki hennar fyrir breska Íhaldsflokkinn.

 

Ingibjörg Sólrún átti góđa spretti sem borgarstjóri. Ţótt stjórnunarstíll hennar hafi veriđ ólíkur ţeim sem Tahtcher iđkađi. Án efa breytti Ingibjörg sem borgarstjóri miklu fyrir almenning í borginni. Viđ sem höfum aliđ upp börnin okkar á liđnum áratugum hér í Reykjavík finnum mikin mun á ađ búa í borginni í dag en var áđur. En líkt og Thather hafa Ingibörgu orđiđ á mistök.

 

Hún valdi ađ víkja úr stól borgarstjóra og halda á vit landsmálanna. Hún fékk kosningu sem formađur Samfylkingarinnar  og frá ţeim degi hefur fylgi flokksins fariđ niđur á viđ. Nú er ţađ sama ađ gerast fyrir Ingibjörgu og gerđist á síđustu mánuđum stjórnartíđar Thatcher. Hennar eigin menn eru ađ stökkva frá borđi.

 

Hver á fćtur öđrum koma fram samfylkingamenn og segja frá ţví ađ málin séu ekki í góđum farvegi.Nú síđast í morgunblađinu í dag segir Guđrún Ögmundsdóttir frá ţví ađ allt undir 32% fylgi í kosningum sé óviđunandi. Samfylkingin mćlist nú međ 22% og á ţví langt í land.

 

Er ekki einsýnt ađ pólitísk líf Ingibjargar sem formanns Samfylkingarinnar sé brátt  á enda? Ólíklegt ađ nokkuđ annađ sé í spilunum nú rúmum ţrem mánuđum fyrir kosningum.  Nú er bara spurning hver taki viđ, og hvenćr.


« Fyrri síđa

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Feb. 2025
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband