Leita í fréttum mbl.is

Ein vika eftir

Hef notið þess að eiga góða daga með yngsta syninum í heila viku. Farið í bíó, heimsóknir og gert allt það sem honum líkar best. Næsta vika verður með sama sniði.

Hann kom endurnærður heim eftir 14 daga sumarbúðadvöl í Reykjadal s.l. föstudag. Hafði varla saknað okkar. Dásamlegt fyrir alla og gerir áhyggjuleysið enn meira.

Nú er síðasta vika í fríi framundan hjá mér. Ég byrja að vinna 1.ágúst og þá taka við ný verkefni hjá öllum heimilismönnum.

Nú er verið að raða niður dögunum og undirbúa veturinn framundan. Búin að fá góðan einstakling sem ætlar að hjálpa okkur í vetur við að gera þetta allt mögulegt. Sækja og senda og taka við þegar foreldrarnir hafa ekki tíma.

Svo eru það allir hinir, afi og ömmur, bræður og frændur sem hjálpa til. Búa til netið í kringum þetta allt.  Nauðsynlegt að gera slíkar ráðstafanir þegar hlutirnir eru flóknari en gerist og gengur.

Snýr að því að skipuleggja hlutina aðeins betur og gera ráð fyrir að allt geti gerst.

Um að gera að njóta þess að vera í fríi í viku til viðbótar. Það ætlum við gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Hafðu það gott í fríinu og svo tekurðu nýtt starf með trompi,og ekki verra að geta fengið alla þá hjálp frá fjölskyldunni og vinum sem hægt er að fá.

Magnús Paul Korntop, 25.7.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband