Leita í fréttum mbl.is

Á tímamótum

Í gær urðu tímamót í mínu lífi. Mér var boðið starf mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, sem ég að sjálfsögðu þáði.

Það ætti ekki að koma þeim á óvart sem mig þekkja að mannréttindi allra hópa samfélagsins hafi lengi verið mér hugleikin. Því ákvað ég að sækja um þetta starf.

Ég sótti um starfið ásamt á þriðja tug annarra umsækjanda og hafði verið boðuð tvisvar í viðtal vegna umsóknar minnar. Það kom mér samt þægilega á óvart að vera boðið starfið. Veit að margir hæfir sóttu um. Svona kemur lífið sjálft manni stundum á óvart.

Nú stend ég á tímamótum. Verð embættismaður frá og með næstu mánuðum, ef allt gengur eftir. Það hefur breytingar í för með sér. Sumu verður að sleppa og taka á móti öðru.

Ég þarf nú að skoða vel þau nefndar -og stjórnarstörf sem ég hef verið að sinna og hvort þau geti rekist á starf mitt sem mannréttindastjóri borgarinnar. Þar er nauðsynlegt að öllu sé velt upp þannig að líkur á hagsmunaárekstrum minnki eins og kostur er.

Eins er það með bloggið mitt sem ég hef  haft ánægju af að halda úti á liðnum árum. Þar hef ég getað skrifað hugleiðingar mínar án þess að vera neinum háð. Nú breytast þær forsendur líka. Ég þarf að fara vandlega yfir það hvort það geti samrýmst nýju starfssviði að blogga með þeim hætti sem ég hef gert. Kannski mun ég hætta þessum skrifum mínum nú á þessum vettvangi.

Næstu dagar munu því fara í að skoða þetta ásamt þess að njóta sumarsins. Brátt tekur síðan alvaran við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mínar bestu hamingjuóskir með starfið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.7.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Svava Halldóra Friðgeirsdóttir

Innilega til hamingju með starfið.

Njóttu sumarfrísins

Svava Halldóra Friðgeirsdóttir, 5.7.2008 kl. 18:47

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég óska þessum starfsvettvangi til hamingju með þig  Gangi þér vel Anna mín

Sigrún Jónsdóttir, 5.7.2008 kl. 20:28

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Til hamingju með nýja starfið!

Haltu endilega áfram að blogga. Það er lífsstíll.

Júlíus Valsson, 5.7.2008 kl. 20:50

5 Smámynd: arnar valgeirsson

Megir þú njóta farsældar í nýju starfi og til hamingju.

arnar valgeirsson, 5.7.2008 kl. 22:01

6 Smámynd: Ásgeir Eiríksson

Kæra Anna,

 Innilegar hamingjuóskir með þennan frábæra árangur og merka frama þinn. Ég er þess fullviss að þú er "réttur maður á réttum stað" og munt án efa setja mark þitt á þetta mikilvæga embætti. Haltu samt áfram að blogga - það getur varla verið á skjön við eitt né neitt að tjá sig með heilbrigðum hætti um málefni líðandi stundar. Skilaðu góðri kveðju til Gunnars - hafið það sem allra best.

Ásgeir Eiríksson, 5.7.2008 kl. 23:10

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Kannski getur þú sem mannréttindastjóri, bannað öll komment á síðunni þinni, eins og hinir embættismennirnir og pólitíkusarnir gera.  En annars til hamingju með nýja embættið, og ég vona að þér gangi vel í vinnunni   Endilega ekki hætta að blogga

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.7.2008 kl. 02:18

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæl Anna

Til hamingju með starfið.

Gangi þér allt í haginn. EKKI HÆTTA AÐ BLOGGA.

Óðinn Þórisson, 6.7.2008 kl. 11:33

9 identicon

Anna mín

Mikið áttu þetta skilið. Óska ther gæfu í nýju starfi.

Bestu kveðjur frá Liverpool (við fáum þig kannski lánaða einn góðan)

Ingi Thor Jonsson (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 14:12

10 Smámynd: Toshiki Toma

Ég vil óska þér til haminghu með nýja embættið þitt. Starfið er mjög mikilvægt fyrir alla íbúa á landinu, ekki síst fyrir þá sem eru í borginni.
Guð blessi þig og stafið þitt. 

Toshiki Toma, 6.7.2008 kl. 16:22

11 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Innilega til hamingju með starf mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar og gangi þér sem allra best 

Vilborg G. Hansen, 8.7.2008 kl. 22:22

12 Smámynd: Arndís Thorarensen

Til hamingju mín kæra Anna, þau eru mjög heppin að fá að njóta þinna krafta, þú ert frábær. Gangi þér sem allra best. Kveðjur, Addý.

Arndís Thorarensen, 9.7.2008 kl. 23:02

13 identicon

Úrvalskona á réttum stað - innilega til hamingju. Gangi þér vel í því sem á vegi þínum verður á þessu nýja og spennandi starfi.  Kv. Íris Lind

Íris Lind Sæm (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 16:48

14 Smámynd: Magnús Paul Korntop

il hamingju með nýja starfið og við sem þekkjum þig persónulega vitum að þú átt eftir að standa þig vel í þessu starfi eins og þín er von og vísa en í guðanna bænum:EKKI HÆTTA AÐ BLOGGA,breyttu frekar áherslunum því þín rödd VERÐUR að halda áfram að heyrast.

Magnús Paul Korntop, 14.7.2008 kl. 09:50

15 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Takk fyrir allar þessar góðu kveðjur.

Fylla mig krafti í nýju verkefni.

Anna Kristinsdóttir, 14.7.2008 kl. 11:15

16 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sæl mín kæra, hér verður sagt, vel mun það rúm skipað.

Innilega til hamingju og  er ég þess viss, að Rvíkingar munu hafa af þínum störfum nokkurn akk.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 14.7.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband