Leita í fréttum mbl.is

14. daga frí

Nú er 14 daga sumarbúðadvöl framundan. Ekki þó hjá mér heldur hjá yngsta syninum. Hann er á leið í Reykjadal í dag, föstudag. Verður þar í heilar tvær vikur.

Þetta er sá tími ársins sem ég er næstum áhyggjulaus. Þegar hann er í Reykjadal. Veit að hann er í góðum höndum og skemmtir sér vel með góðum vinum.

Reyni því að nota þennan tíma í að njóta samvista við eiginmanninn og gera það sem okkur finnst  gaman. Að njóta landsins.

Þótt hann auðvitað sakni okkar foreldrana er það ekki alvarlegt. Sundferðir a.m.k. tvisvar á dag og trampólínhopp með góðum félögum yfirvinnur þann söknuð.

Næstu tvær vikur verða því að mestu blogglausar. Silungsveiði og ferðir um landið liggur fyrir á næstu dögum í annars afslöppuðu fríi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann á eftir að unna sér vel í Reykjadal í góða veðrinu og sólinni :)

Bið að heilsa þér og þínum og vonandi fiskiði vel í sveitinni

Magga (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 16:46

2 Smámynd: Sólveig Birgisdóttir

Elsku Anna Ofboðslega er ég stolt af þér. Var að lesa fréttina á mbl.is. Er með tárin í augunum og kökk í hálsinum af gleði fyrir þína hönd. Þeir fá ekki betri manneskju en þig í þetta. Bið að heilsa Gunnari og njótið þið frísins. Hlakka til að sjá ykkur þegar þið komið í heimsókn.

Kveðjur úr sumarbúðunum

Solla og JJ

Sólveig Birgisdóttir, 4.7.2008 kl. 18:17

3 identicon

Var að lesa fréttina á mbl og mikið er ég ánægð með þetta. Pottþétt hæfasta manneskjan í starfið. Til lukku! Og góða skemmtun í fríinu.

Viktoría (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband