4.7.2008 | 09:20
14. daga frí
Nú er 14 daga sumarbúðadvöl framundan. Ekki þó hjá mér heldur hjá yngsta syninum. Hann er á leið í Reykjadal í dag, föstudag. Verður þar í heilar tvær vikur.
Þetta er sá tími ársins sem ég er næstum áhyggjulaus. Þegar hann er í Reykjadal. Veit að hann er í góðum höndum og skemmtir sér vel með góðum vinum.
Reyni því að nota þennan tíma í að njóta samvista við eiginmanninn og gera það sem okkur finnst gaman. Að njóta landsins.
Þótt hann auðvitað sakni okkar foreldrana er það ekki alvarlegt. Sundferðir a.m.k. tvisvar á dag og trampólínhopp með góðum félögum yfirvinnur þann söknuð.
Næstu tvær vikur verða því að mestu blogglausar. Silungsveiði og ferðir um landið liggur fyrir á næstu dögum í annars afslöppuðu fríi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Athugasemdir
Hann á eftir að unna sér vel í Reykjadal í góða veðrinu og sólinni :)
Bið að heilsa þér og þínum og vonandi fiskiði vel í sveitinni
Magga (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 16:46
Elsku Anna Ofboðslega er ég stolt af þér. Var að lesa fréttina á mbl.is. Er með tárin í augunum og kökk í hálsinum af gleði fyrir þína hönd. Þeir fá ekki betri manneskju en þig í þetta. Bið að heilsa Gunnari og njótið þið frísins. Hlakka til að sjá ykkur þegar þið komið í heimsókn.
Kveðjur úr sumarbúðunum
Solla og JJ
Sólveig Birgisdóttir, 4.7.2008 kl. 18:17
Var að lesa fréttina á mbl og mikið er ég ánægð með þetta. Pottþétt hæfasta manneskjan í starfið. Til lukku! Og góða skemmtun í fríinu.
Viktoría (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.