Leita í fréttum mbl.is

Að halda trúverðuleikanum á milli kosninga

Núverandi meirihluti á Alþingi býr við þá góðu stöðu að hafa mikinn fjölda þingmanna á bak við sig. Af 63 þingmönnum styðja 43 ríkisstjórnina.

Það eitt gerir þessa ríkisstjórn sterkari en flestar þær sem á undan fóru. A.m.k. um langt árabil. Það gerir óbreyttum þingmönnum meirihlutans jafnframt færi á því að tala gegn samstarfsflokknum í einstökum málum. Slíkt er þannig umborið, ekki síst vegna stærðar meirihlutans.

Til lengri tíma litið halda flokkarnir þannig stöðu sinni gagnvart kjósendum. A.m.k. hafa einstaka þingmenn þannig talað fyrir stefnu flokksins í ákveðnum málum þótt flokkurinn hafi ekki getað "beitt" sér vegna afstöðu samstarfsflokksins.

Slíkt er gott fyrir stjórnmálaflokka. Hitt er verra þegar talsmenn flokkanna hætta að tala fyrir sínum stefnumálum á milli kosninga vegna þátttöku  í ríkisstjórn.

Það hafa dæmin sýnt okkur og ætti að vera öðrum flokkum víti til varnaðar. Samstarfið fer þá að skipta meira máli en stefnumál flokksins.

Sýnileiki á ólíka stefnu  flokkanna í meirihluta ætti þannig að skila flokkum meira fylgi í kosningum enn að flokkarnir tveir tali alltaf einum rómi.

Það er sá raunveruleiki sem við búum við. Raunveruleiki ríkisstjórnarsamstarfs með leyfilegum ágreiningi.  

 


mbl.is Harðari tónn í garð samstarfsflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Athyglisverður punktur.

Kannski að límið geti í einhverjum tilfellum haldið mönnum að óvinsælum og jafnvel illum verkum? Ef svo er þyrfti löggjafavaldið að hafa skýrara versvið og meira sjálfstæði frá framkvæmdavaldinu. 

Sigurður Þórðarson, 19.6.2008 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband