10.6.2008 | 15:01
Þrjú skref til baka aðferðin.
Setning þessa mánaðar er þrjú skref til baka. Allir eiga að taka þau, þ.a.s. í neyslunni. Við lifum á viðsjárverðum tímum.
Upplifði þetta í morgun þegar ég brá mér í Hagkaup í Garðabæ sem bauð upp á 40% afslátt af öllum vörum í dag og á morgun.
Hugsaði mér gott til glóðarinnar. Á von á fjölda gesta á laugardaginn í útskriftarveislu eins sonarins. Ætlað að kaupa sitt lítið að hverju til hátíðarhaldanna.
Sá strax að þetta var óðsmanns æði þegar að bílastæðunum kom. Hvergi hægt að leggja. Öll stæði upptekin.
Þegar inn var komið var auðvitað ekki hægt að fá neitt til þess að bera vörurnar í. Menn óku á undan sér yfirfullum vögnum af ýmsu góðgæti. Báru sumir vörurnar í yfirhöfnunum.
Kælarnir voru tómir af kjötvöru, flestir dýru vöruflokkarnir voru horfnir úr hillunum. Þó var nóg til enn í búðinni.
Náði síðasta flakinu af reyktum laxi. keypti eina góða ólífuolíu. Harðfisk. Nokkrar tegundir af servéttum og tekkolíu. Þá var fangið fullt.
Beið eftir því að komast á kassann í 45 mínútur. Maðurinn sem var á undan mér var með tvær sneisafullar kerrur af öllu mögulegu.
Hann greiddi 116 þúsund krónur fyrir sínar vörur. Hann hlýtur að eiga ótrúlega stóra fjölskyldu.
Ég borgaði 5 þúsund krónur fyrir vörur sem ég hefði kannski getað verið án.
Svona er þetta með þrjú skref til baka aðferðinni.
Allir að hamstra það sem við getum líkast til verið án. Af því það er með afslætti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.