5.6.2008 | 10:19
Murtu velt upp úr hveiti og sykri
Ég fæ einhverskonar fiðring í fingurna þegar stangveiðin hefst. Ekki það að ég fari oft í laxveiði heldur hitt að það jafnast ekkert við Þá tilfinningu það að ná fiski á öngulinn.
Ég var ekki há í loftinu þegar ég byrjaði að veiða. Sú veiði fór fram í Grafningnum í þingvallasveitinni. Þar byggðu mamma og pabbi bústað og þar vorum við löngum stundum öll sumur. Ég var varla þriggja ára þegar mér var sleppti fyrst í veiðina með bræðrum mínum og systrum.
Þá var stundum veitt upp á hvern dag. Haldið var með stangirnar niður í fjöru með bala í för. Við voru fjögur og stundum fimm systkinin við þessa iðju.
Engum makríl var beitt heldur í besta falli maðki, spún eða flugu og floti. Svo hófst biðin langa. Þarna lærði ég að beita maðki og hnýta veiðihnúta. Sú list gleymist aldrei þótt nú þyki ekki fínt að nota maðk sem beitu.
Stundum var veiðin ótrúleg og við bókstaflega mokuðum murtunni upp í balann. Stundum beit ekkert á hvað sem við reyndum.
Bestu minningarnar eru þegar balinn var fullur og haldið var heim þar sem mamma gerði að murtunni og velti henni upp úr hveiti og sykri. Þetta var steikt á pönnu og ég man varla eftir meira lostæti.
Síðan þá fæ ég alltaf vatn í muninn þegar ég sé nýveiddan vatnafisk.
Fyrsti laxinn úr Norðurá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.