10.5.2008 | 12:17
Tapari eða sigurvegari?
Í gær sagði ég að eina lausn mála á kreppu í borgarmálunum væri að sjálfstæðisflokkur og samfylking myndu mynda starfhæfan meirihluta í borgarstjórn.
Þetta sagði ég í síðdegisþætti rásar tvö þegar farið var yfir fréttir vikunnar. Kannski ég hefði líka átt að bæta því við að ef slíkur meirihluti geti ekki náð samstöðu um sameiginlegan borgarstjóra yrði einfaldlega að fá hann utan hópsins.
Eina leiðin að mínu mati til að skapa vinnufrið og fá aukið traust almenning á störfum borgarstjórnar. Einstaklingarnir í þessum flokkum verða einfaldlega að bíta á jaxlinn og axla sína ábyrgð.
Veit þó ekki hvort þetta geti nokkurn tímann gengið þar sem trúnaðarbrestur milli aðila virðist vera orðin of djúpstæður.
Í morgun þegar ég hlustaði á vikulokin var hluti af þættinum spilað. Þar vorum við Margrét Sverrisdóttir að tjá okkur um málefni borgarstjórnar í fyrrnefndum þætti.
Ummæli Ástu Möller sem var þátttakandi í þættinum voru þessi þegar hún var spurð út í okkar ummæli að"þessar tvær konur hafa verið settar til hliðar í borgarstjórn...þær eru taparar"
Sérkennileg skýring það og ætli sú greining hennar geri okkur þá óhæfa að hafa skoðun á málum.
Það að stíga til hliðar vegna þess að viðkomandi treystir sér ekki til að starfa með þeim sem fyrir eru á fleti, geri menn ekki að töpurum að mínu mati. Þar kemur ekki síst til sannfæring einstaklingsins sem í þessum tilfellum vegur þyngra en þörfin að vera við völd.
Mér finnst ég því miklu frekar vera sigurvegari en tapari í þessu máli. Halda menn annars að það hefði verið eftirsóknarvert að sitja í borgarstjórn eins og málum er háttað nú?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Athugasemdir
Sérkennileg sigurtilfinning að hafa komið Óskari Bergssyni (sóða) í borgarstjórn.
pbk
Páll Bragi Kristjónsson (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 19:21
Ásta er nú svo hrokafull og steikt að það tekur því ekki að ræða hana.
Hörður (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 21:26
DBG útilokaði strax í kosningabaráttunni samstarf við Sjálfstæðisflokkinn á þessu kjörtímabili.
Meðan svo er þá munu 6% og 10% mennirnir ákveða hverjir stjórna Reykjavík.
Fyrst að minnst er á Óskar Bergsson þá held ég að hann muni endanlega klára Framsóknarflokkinn í Reykjavík og hans verði aðeins minnst fyrir framkomu sína við Sjálfstæðismenn í Höfða.
Óðinn Þórisson, 11.5.2008 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.