9.5.2008 | 09:25
Hvernig skal leysa þennan vanda?
Verkefnið er;
Um er að ræða eitt stærsta fyrirtæki landsins. Það hefur þúsundi starfsmanna á launaskrá. Það er í margháttum rekstri sem snýr að mestu leiti að almannaþjónustu. Þó þekkist að fyrirtæki í eigu þess séu í áhætturekstri.
Stjórn er skipuð á aðalfundi og hafa allir íbúar sveitarfélagsins atkvæðisrétt á þeim aðalfundi. Stjórn er skipuð til 48.mánaða án möguleika á nýrri skipan.
Stjórn er skipuð 15 stjórnarmönnum. Þessir 15.stjórnarmenn kjósa sér síðan oftast formann innan sinna raða. Það þekkist þó að stjórnarformaðurinn sé skipaður utan stjórnar.
Allir eiga þessir stjórnarmenn sama eignarhluta eða rúm 6,6%
Nú hefur komið upp vandi í stjórn fyrirtækisins. Þrisvar hefur verið skipaður nýr meirihluti á 20 mánuðum. Núverandi stjórnarformaður virðist ekki njóta traust meðal þjónustuþega fyrirtækisins. Ekki virðist vera vilji meðal stjórnarmannanna 15 að ný stjórn verði skipuð á þeim 24 mánuðum sem enn eru fram að aðalfundi.
Allt traust virðist vera horfið á milli stjórnarmanna. Nú einkennast störf þeirra af óvild og vantrausti.
Eins hefur komið upp mikil óánægja með starfsmanna fyrirtækisins sem eiga erfitt með að fóta sig í þeirri óvissu sem hefur skapast vegna þessa. Einnig hefur skapast órói vegna pólitískra ráðninga.
Stjórnsýsla fyrirtækisins virðist því vera á mörkum þess að vera starfhæf. Að auki hrannast upp óveðurský í efnahagsmálum sem krefjast styrkrar stjórnar fyrirtækisins.
Hvað er til ráða til að leysa vanda þessa ímyndaða fyrirtækis?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Hvernig er það. Ef fleiri en helmingur "eigenda" fyrirtækisins mótmæla þessari stjórn og stjórnarformanni, er þá hægt að kjósa aftur?
Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 11:49
Því miður það dugar ekki til.
Anna Kristinsdóttir, 9.5.2008 kl. 13:33
Vilhjálmur og Kjartan bera alla ábyrgð á þessari stjórn sem nú situr að nafninu til í Rvík þeir komu henni til valda með lúalegu bragði
Bergljót Aðalsteinsdóttir, 10.5.2008 kl. 05:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.