9.5.2008 | 08:33
Evrópudagurinn í dag
Þann 9.maí er haldið upp á Evrópudaginn. Því fagna Evrópusamtökin í dag.
Evrópudagurinn 9 maí er rakinn til svokallaðrar Schuman yfirlýsingar frá árinu 1950. Þann dag klukkan 18:00 lýsti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, því yfir að samrunaferli Evrópu væri hafið. Yfirlýsingin leiddi til undirritunar Parísarsáttmálans um kola- og stálbandalag Evrópu um það bil ári síðar. Sex Evrópuþjóðir; Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Þýskaland ákváðu þá að vinna saman að ákveðnum sameiginlegum viðfangsefnum. Síðan hefur samstarf lýðræðisaflanna í Evrópu verið í sífelldri þróun og mótun.
Vegna þessa halda Evrópusamtökin samkomu á Hótel Sögu í dag frá kl.12.00-13.30.
Evrópusamtökin á Íslandi munu þá tilkynna hver hefur hlotið útnefninguna ,,Evrópumaður ársins" fyrir árið 2007. Sérstakur gestur fundarins verður Rina Valeur Rasmussen, framkvæmdastjóri dönsku Evrópusamtakanna. Hún mun fjalla um aukið vægi Evrópuþingsins og hvernig Danir haga sinni pólitík í ljósi þróunarinnar í Evrópu. Í upphafi mun tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon flytja ,,Óð til Evrópu" eins og honum er einum lagið.
Boðið er upp á léttan hádegisverð. Allt áhugafólk um Evrópumál velkomið. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Dansk-íslenska félagið á Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Af mbl.is
Innlent
- 58% styðja verkfallsaðgerðir kennara
- Hópur fólks reyndi að komast að eldgosinu
- Nyrstu hrauntungurnar dreifa úr sér
- Dró upp skæri og hótaði íbúum
- Teknir við akstur undir áhrifum
- Hraun kemur úr þremur gígum: Virknin stöðug
- Að mestu bjart sunnan- og vestantil
- Nýtt fangelsi í landi Stóra-Hrauns tilbúið 2028
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.