Leita í fréttum mbl.is

Leiðin liggur fyrir

Veit ekki alveg til hvers þessi fundur var boðaður. Þarna kom ekkert nýtt fram.

Stuttur fyrirvari á boðun fundarins og aðkoma þeirra íbúasamtaka sem hafa haft skoðanir á málinu var ekki tryggð. Ekki vænlegt til árangurs á tímum samráðs. 

Borgarstjórn vill Sundagöng, leið I,  Vegagerð vill leið III.

Vegagerð veit sem er að jarðgangaleiðin er í meiri sátt við íbúasamtök. Líka það að sú leið, leiðir til minni umferðar á austurhluta Miklubrautar og mið- og norðurhluta Sæbrautar. Miklabraut ber ekki mikið meiri umferð á annatímum. Leið I mun heldur ekki trufla siglingaleiðir.

En hún er dýrari. Það er eina ástæðan fyrir þessu vali Vegagerðar. Flóknara er málið ekki.

Ástæðan er níu milljarða munur á leiðunum I og III. Ástæðan er líka það að ríki er að reyna að þvinga Reykjavíkurborg til þess að greiða þann mun.

Óþarft að halda frekari fundi um hvað leið ríki og borg vilja. Það liggur fyrir og hefur gert um nokkurt skeið. Nú þarf að fara að setja framkvæmdina af stað.


mbl.is Borgarstjórn vill leið I þótt hún sé dýrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sundagöng eru náttúrlega snilldarlausn og í fullu samræmi við dæmlausu bútalausnir borgaryfirvalda í samgöngumálum.  Er engin af þessum pólitíkusum hjá borginni sem hefur meira en gripsvit að samgöngulausnum.  Kostir við leið 3 eru fyrst og fremst mun betri út frá umferðarlegu sjónarmiði. Að auki er hún ódýrari.

Ég hef engan umferðarverkfræðing hitt enn sem telur gangalausnina góðan kost frá umferðarlegu tilliti.  Hún veldur minna umhverfisraski nema við Laugarnes sem á eftir að breyta mikið um svip.

Á meðan borgin gerir föltluðum íbúum sambýla að kaupa heimilistæki eins og uppþvottavél fyrir eigin reikning þrátt fyrir að borga fulla leigu til Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra eru borgarfulltrúar tilbúnir til að eyða 8 - 11 milljörðum aukalega af skatttekjum ríkisins í flottræfilshátt í formi óþarfra jarðganga.

Það er alltaf auðvelt að eyða peningum annarra, í þessu tilfelli ríkisins. 

Sleggjan (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 10:42

2 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Hvaðan koma annars peningar til vegagerðar? Eða annarra verkefna ríkisins? Frá skattgreiðendum að mestu leiti.

Á höfuðborgarsvæðinu búa um 190 þúsund manns. Það eru 2/3 landsmanna og skattgreiðenda.

Íbúasamtök í Grafarvogi (20 þúsund íbúar) og í Laugardal (16 þúsund íbúar) hafa bæði lagst gegn því að þessi framkvæmd  hafi það áhrif að umferð muni þvera íbúðarhverfi. Þau vilja ekki Leið III.

Það er einfaldlega ekki nægjanlegt að skoða aðeins samgöngulausnir út frá umferðalegu sjónamiði.

Lífsgæði íbúa borgarinnar koma það líka að.

ps. Alveg sammál um að fatlaðir íbúar eigi ekki að borga fyrir sín heimilistæki en þar er ekki við borgina að sakast.

Þarna er um að ræða Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík sem fellur undir Félagsmálaráðuneytið. Rekin af skattpeningum okkar allra.

Anna Kristinsdóttir, 8.5.2008 kl. 11:35

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Verð að vera ósammála þér Anna varðandi þessa lausn.  Til hvers má ekki horfa heildstætt á umferðarmál höfuðborgarsvæðisins.  Það býr ekki bara fólk í Grafarvogi og Laugardal.  Þetta verða ekki einu notendur Sundabrautar. 

Meginuppbygging á höfuðborgarsvæðisins að undaförnu hefur verið á suðurhluta þess, þ.e. í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.  Lausn Vegagerðarinnar er að mínu mati mun betri fyrir hagsmuni heildarinnar en gangalausnin.  Það er til mikið magn af tölulegum upplýsingum varðandi umferð, flæði hennar nú jafnframt spálíkönunum sem taka mið af skipulagi, framkvæmdum og uppbyggingu.   Hvort sem mönnum líkar betur eða ver þarf að líta á svæðið í heild.  M.a. virðist sem miðborgarsvæðið sé að flytja í Kópavog.  Að rekja ástæður þess er of langt mál hér.

Lífsgæði íbúa svæðisins felast líka í góðum samgöngum sem gerðar eru með framsýni í huga, ekki bara til atkvæðaveiða eftir tvö ár!  Með fullri virðingu fyrir sérhagsmunum Grafarvogs- og Langholtsbúa tel ég viðhorf þeirra einkennast mjög af nimby-isma (not in my backyard - please).

Umræða ykkar stjórnmálamanna finnst mér einkennast mjög af þröngum sértækum hagsmunum auk þess sem yfirsýnin virðist ekki ná nema yfir í mesta lagi eitt kjörtímabil.  

Annars er ég alveg sammála Sleggjunni hér að ofan varðandi eyðslu á annara fé.  Það á alltaf að fara vel með peninga, hverjir sem eiga þá.   Það blasa óteljandi verkefni við á höfuðborgarsvæðinu sem vel mætti nota þessa +/-9 milljarða í.  Það væri óverjandi sóun að eyða þeim í vonda jarðgangalausn.

Sveinn Ingi Lýðsson, 8.5.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Sæll Sveinn,

Held að það sé erfitt að gera svo öllum líki í þessum málum. Þau sjónarmið að láta ekki umferð kljúfa íbúðarhverfi finnast mér þó rök sem vert er að hlusta á hjá Grafarvogsbúum.

Nú leita menn leiða til þess að leysa vanda hlíðahverfis með því að tala í lausnum sem felast í því að setja Miklubraut í stokk. Þar er verið að leysa vanda fortíðar.

Nú geta menn horft fram í tímann og reynt að leysa Sundabraut með annarskonar lausnum en að kljúfa hverfið með aukinni umferð þvert í gegnum hamrahverfið.

Ef heildin ætti alltaf að ráða í málefnum Vegagerðar held ég að það megi fullyrða það að þá væri málum öðruvísi komið. Höfuðborgarsvæðið hefur farið halloka í úthlutun fjármagns til vegagerðar og landsbyggð hefur gengið fyrir.

2/3 íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæði og ef þeir íbúar hefðu haft eitthvað með forgangsröðun að gera væri Sundabraut og Öskjuhlíðargöng komin í forgang en Héðinsfjarðargöng hefðu verið lögð í salt.

Anna Kristinsdóttir, 9.5.2008 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband