Leita í fréttum mbl.is

Er ekki vitlaust gefið?

Þær 12 stofnanir sem fóru fram úr fjárheimildum á árunum 2005, 2006 og 2007 voru, Háskólinn á Akureyri, Námsmatsstofnun, Menntaskólinn á Akureyri , Menntaskólinn að Laugarvatni, Menntaskólinn á Ísafirði, Flensborgarskóli, Fornleifavernd ríkisins, Þjóðleikhúsið, Landbúnaðarstofnun, Landbúnaðarháskóli Íslands, Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Í skýrslunni kemur fram að "Í heild nam framúrkeyrslu þeirra 12 stofnana sem eftir standa 841 m.kr. í árslok 2005, 889 m.kr. í árslok 2006 og 867 m.kr. í árslok 2007. Ljóst er að ekki hefur verið tekið á vanda þeirra með fullnægjandi hætti. Þó fengu átta þeirra samtals um 338 m.kr. viðbótarfjárheimildir í fjáraukalögum 2007."

Gefur þetta ekki auga leið. Flest allt menntastofnanir sem fara fram úr fjárheimildum.  Þessar stofnanir hafa ekki fengið nægjanlegar fjárheimildir til að veita þá þjónustu sem þeim er ætlað samkvæmt lögum

Verða menn ekki að fara að beita öðrum vinnubrögðum við fjárlagagerð og árangurstengja betur þær fjárheimildir sem stofnunum er veitt. 

Það getur ekki verið nægjanlegt að greiða niður halla fyrra árs, ef ekki  er í framhaldandi skoðaðar gaumgæfilegar fjárveitingar viðkomandi stofnunar og metið hvort nægjanlegt fjármagn sé til staðar til að halda úti þeirri þjónustu sem veita á. Ef slíkt er ekki gert er það einungis til þess fallið að leikurinn verði endurtekinn með frekari framúrkeyrslu.

Er ástæðan fyrir endurtekinni framúrkeyrslu stofnana ekki einfaldlega vegna þess að ekki er rétt gefið í byrjun?


mbl.is Algerlega ólíðandi framúrkeyrsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér Anna. Ég held að í flestum tilfellum sé einfaldlega vitlaust gefið. Forsendurnar sem gefnar eru standast ekki miðað við þær kröfur sem gerðar eru til viðkomandi stofnanna.

Haraldur Bjarnason, 15.4.2008 kl. 18:15

2 identicon

Þeir sem halda því fram að hér sé "vitlaust gefið", verða að benda á hvernig sambærilegar stofnanir geta haldið sér innan fjárheimilda.  Ef þeim tekst ekki að benda á skynsamlegar skýringar þessa misræmis, verður þegar í stað að setja óhæfa stjórnendur stofnananna af og finna nýja!

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 08:25

3 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Sæll Halldór,

Hvernig er hægt að skýra umframkeyrslu fjölda stofnana ár eftir ár aðeins á vanhæfi stjórnenda?

Hlýtur að liggja önnur og flóknari skýring þar að baki.

80 stofnanir voru reknar með halla á síðasta ári. Heilsugæsla, menntastofnanir og fleiri stofnanir sem eiga að þjónusta íbúa landsins og mennta unga fólkið. 

Hvað eiga forstöðumenn að gera sem ekki geta haldið úti lögbundinni þjónustu á því fjármagni sem sem þeim er úthlutað. Varla geta þeir  lokað sínum stofnunum.

Í skýrslunni kemur einnig fram að þessi umframkeyrsla er ekki aðeins forstöðumönnum að kenna.

Það eru fleiri ástæður sem liggja að baki slíkri framúrkeyrslu fjölda stofnana ár eftir ár.

Anna Kristinsdóttir, 16.4.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband