11.4.2008 | 16:07
Framtíðarsýn unga fólksins?
Hef áhyggjur af öllu því unga fólki sem hefur verið að kaupa sínar íbúðir að undanförnu. Unga fólkið okkar sem hefur talið að krepputal sé aðeins eitthvað sem aðeins er til í hugum miðalda fólk. Þetta sama fólk sem óhrætt tók lán upp að 100% af verði fasteignarinnar.
Hvað gerist ef spá Seðlabankans rætist?
Hversu mikið af þessu unga fólki stendur þá árið 2010 uppi með óseljanlegar eignir og skuldar bankanum meira en það getur nokkuð tíman selt eignina fyrir.
Hrina gjaldþrota mun þá eiga sér stað meðal unga fólksins og án efa mun þetta sama unga fólk velja það að hverfa úr landi og leita tækifæra annars staðar.
Er þetta sú framtíðarsýn sem íslensk stjórnvöld vilja bjóða unga fólkinu okkar upp á? Það þarf aðgerðir strax.
![]() |
Alvarleg staða efnahagsmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Af mbl.is
Erlent
- Heita stórfé fyrir veggmyndir af Irínu
- Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk
- Maðurinn sem vildi samræður drepinn
- Handtekinn í tengslum við morðið á Charlie Kirk
- Tuttugu tré féllu á hálftíma
- Umdeild heræfing Rússa: Pólverjar loka landamærum
- Lík Kirk flutt til Arizona í flugvél varaforsetans
- Ford aftur til Noregs
- Segir Trump að rússnesk drónaárás hafi ekki verið mistök
- Myndskeið: Hinn grunaði flýr af vettvangi
Fólk
- Hann er náttúrulega algjörlega ruglaður
- Laufey í óvæntu samstarfi
- Vissi að andlát pabba síns yrði skítlegt
- Of huggulegur til að leika skrímsli?
- Mannsröddin stendur mér næst
- Víkingur kynnir nýja plötu
- Vera samferða bestu vinkonu sinni er mesti draumurinn
- Missti vini á sársaukafullan hátt
- Sögð vera að stinga saman nefjum
- Þið eruð öll rugluð
Íþróttir
- Lék fyrsta leikinn í nýrri deild
- Tjáir sig um brottför Isaks
- Sóknarmaður Chelsea verður lengur frá
- Gleðifréttir fyrir Arsenal
- Tyrkinn í markinu í Manchester-slagnum
- Grealish og Slot bestir í ágúst
- Chelsea keypti frá systurfélagi sínu
- Áfall fyrir Forest
- Framlengir við Njarðvík
- Valskonan sleit krossband
Viðskipti
- Skattahækkanir kæfa hagvöxt
- Larry Ellison ríkastur í einn dag
- Meta Eimskip hærra
- Kristín ráðin framkvæmdastjóri EFLU
- Ríkið kosti ungt fólk til náms í netöryggi
- 23,7 milljarðar í bankaskatt
- Tvær nýjar Airbus-flugvélar bætast við flotann
- 14,5 tonn af úrgangi breytt í hönnun
- Úr vaxtarfélagi yfir í arðgreiðslufélag
- Meirihlutinn hafi enga stjórn á fjármálum borgarinnar
Athugasemdir
Sæll fullur,
Byrja á að segja þér að mín skoðun er sú að athugasemdir "nafnlausra" einstaklinga á blogginu er varla svara verðar. Ef menn ekki hafa þor til að tala í eigin nafni eiga þeir að mínu mati ekkert erindi á bloggið. Þeir sem það kjósa geta sagt allt það sem þeir kjósa nafnlaust á málefnum.com
Ég ekki kenni ég Davíð einum um ástandið þótt misvitrir stjórnmálamenn eigi stóran hluta af sökinni.
Ég sem uppalandi ber t.d. hluta af ábyrgðinni ef mér hefur ekki tekist að gera mínu fólki grein fyrir því hvernig ábyrgð fjármálastjórn er á góðum heimilum.
Bankarnir bera hluta af ábyrgðinni með því á því að lána óheft til einstaklinga.
Stjórnvöld að hluta, því þeirra er að skapa það umhverfi sem gerir fólki kleyft að koma sér þaki yfir höfuðið.
Og svona getum við haldið áfram.
Anna Kristinsdóttir, 11.4.2008 kl. 17:40
Menn með mikilmennskubrjálaði er mér ekki að skapi.
Vel því að svara þér ekki meðan þú telur þig mér æðri, það eitt sýnir að þú þekki mig ekki og skoðanir mínar.
Með virðingu og vinsemd
Anna Kristinsdóttir, 11.4.2008 kl. 19:00
Verðtryggingin er líklega mesti glæpur Íslandssögunnar. Punktur.
Þór (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 21:57
Ábyrgur og velmeinandi stjórnmálaflokkur lofaði kjósendum - eitt sinn fyrir kosningar - að útvega þeim svonefnd 90% lán til húsnæðiskaupa. Og stóð við það.
Það var mikil framsýni og gert með þjóðarhag fyrir brjósti. Ekkert annað.
Rómverji (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 00:20
Prinsippið er eins og ég sagði í fyrsta svarinu að svara ekki "nafnlausum" bloggurum. Það er þó stundum brotið eins og annað í lífinu.
Þú stendur einfaldlega betur en ég að vígi því þú veist hver ég er, en ég ekki hver þú ert. Þannig hefur þú líklega myndað þér einhverskonar skoðun á mér eða mínum skrifum. Þú heldur t.d. þannig að ég tilheyri Framsóknarflokknum.
Stundum hef ég, líkt og flestir, tapað fyrir öðrum í lífinu. Ég tapaði fyrir Birni Inga í prófkjöri en vann Óskar. Svona er það einfaldlega. Svo velur maður og hafnar hvort maður vilji vinna með fólki.
Ég er persónuleg fegin að hafa valið það að vinna ekki með fulltrúum framsóknarflokksins í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Sýnist að þeirra vinnubrögð hafi ekki skapað traust meðal almennings.
Ég tel nú að ég hafi unnið oftar en tapað í lífinu og þeir sigrar sem ég hef unnið skipta mig meira máli en en ósigrarnir. Af þeim getur maður hinsvegar lært.
Þér til upplýsingar er ég ekki talsmaður neins stjórnmálaflokk. Hætti í Framsóknarflokknum s.l. haust vegna skorts á skýrri stefnu þess flokks.
Hef brennandi áhuga á samfélagmálum og vonast til að finna minn flokk til að starfa með fyrr en síðar.
Það er það val sem einstaklingurinn hefur. Það veist þú sem talsmaður frelsis og einstaklingshyggju.
Anna Kristinsdóttir, 13.4.2008 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.