10.4.2008 | 09:13
Skilur almenningur skipulagsmál?
Ég sé í pistli Oddnýjar Sturludóttur á eyjunni í dag að á hugmyndasmiðju miðborgar, sem haldinn var á vegum samfylkingarinnar í gær, hafi komið fram tillaga um að stofna embætti umboðsmanns borgara í skipulagsmálum.
Ég held að þetta geti verið ágæt tillaga og full þörf á að hjálpa fólkinu í borginni að skilja skipulagsmálin betur. Kannski ekki endilega að stofna embætti umboðsmann en að minnsta kosti gera almenning kleyft að leita sér frekari aðstoðar í skipulagsmálum.
Þótt að á skipulags og byggingarsviði borgarinnar vinni fjöldi sérfræðinga í málaflokknum er álagið mikið á starfsmenn og erfitt að veita almenningi tímafreka þjónustu og jafnframt leiðbeina einstaklingum með ítarlegum hætti í skipulagsmálum.
Sem dæmi um þann fjölda mála sem kemur inn á borð embættismanna á skipulagsviði voru afgreidd 4.500 mál á árinu 2007 á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa, 1.950 mál afgreidd á fundum skipulagsfulltrúa og 1.365 mál lögð fram á fundum skipulagsráðs. Þetta er ótrúlegur fjöldi ekki síst þegar starfsmenn sviðsins eru 45.
Það eru tæp tvö ár síðan ég sat sem varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Þá voru ófá símtölin sem ég fékk frá fólki í borginni þar sem óskað var eftir leiðbeiningum um hvernig menn ættu að snúa sér vegna skipulagsmála. Hvort sem var vegna einfaldra breytinga á íbúðarhúsnæði eða nýbygginga.
Þótt mér finnist ár og dagur síðan ég sat minn síðasta fund í skipulagsnefndinni eru menn ennþá að biðja mig um leiðbeiningar. Sá síðasti sem það gerði, hringdi í mig í gær.
Það að kæra framkvæmd nágranna fyrir úrskurðarnefnd er ekki einföld, breytingar á deiliskipulagi eða aðalskipulagi hljómar eins og latína í eyrum þeirra sem ekki þekkja.
Það er ekkert einfalt við það reglugerðarfargan sem liggur að baki ákvörðunum í skipulagsmálum.
Á heimsíðu skipulagsviðs koma fram tilvísanir; í skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997. í skipulagsreglugerð nr.400/1998, reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð nr.400/1998 og hér er svo reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð nr. 400/1998, með síðari breytingum.Hér er tilvísun í Byggingarreglugerð nr. 441/1998. Hér eru svo breytingar á byggingarreglugerð:563/2000 - Reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð nr. 441/1998.,996/2001 - Reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð nr. 441/1998. 133/2002 - Reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð nr. 441/1998, með síðari breytingum.425/2002 - Reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð nr. 441/1998, með síðari breytingum. reglugerð um skipulagsgjald nr. 737/19,gjaldskrá fyrir bílastæðagjöld einnig eldri reglur um bílastæði -hluti þeirra er enn í gildi. Hér er tafla með bílastæðagjaldinu uppreiknuðu í samræmi við vísitölu, reglugerð um eignaskiptayfirlýsingar, útreikning hlutfallstalna o.fl. í fjöleignarhúsum. nr. 910/2000.lög um fjöleignarhús. nr. 26/1994. lög um tekjustofna sveitarfélaga. nr.4/1995.reglugerð um fasteignaskatt )nr. 945/2000, öðlaðist gildi 1. janúar 2006. Öll lög og reglugerðir varðandi Fasteignamat ríkisins .Upplýsingar um Staðardagskrá 21 og lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg.
Ég held að þessi tillaga sé af hinu góða, fæstir íbúar borgarinnar skilja skipulagmálin til hlítar. A.m.k. það flókna ferli sem hefst þegar menn ætla að að breyta eða byggja húsnæði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Cactus var eitt sinn maður.
Síðan varð hann Cactus.
Hann fann þetta blogg, leitandi að Önnu Kristjáns.
Óheppilegt.
kv.
Cactus
Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 15:37
Menn hafa skoðun á skipulagsm´laum, það eitt dugir.
Svo hafa menn smekk fyrir sínu nærumhverfi, það þarf ekki nein stórkostleg batterí til að leiðbeina mönnum, einfalda boðleiðir og stytta, það er lóðið.
Heldur þú virkilega, að íbúar hafi viljað þessi monster í Vatnsmýrina??
NEi mín kæra, öðru nær en málið var í ,,farvegi" og bla bla bla
Kærar kveðjur
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 10.4.2008 kl. 15:50
Hélt að við værum að gera það þegar við kjósum í borgarstjórn, þar fengju borgararnir sína fulltrúa, sem eiga að sinna málum í þágu borgarbúa. Eru þeir sem eru í borgarstjórn ekki allir fulltrúa borgara?
Ég er örugglega að kommenta eins og fávís kona úr úthverfi
Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 22:54
Sæl Lísa,
Gott ef svo væri. Borgafulltrúarnir 15 geta varla veitt íbúum borgarinnar, sem nú eru rúmlega 116 þúsund slíka ráðgjöf.
Þeir eru líkast til uppteknir við það stýra borginni á milli kosninga. Sýnist helst að þeir nái ekki einu sinni að sinna sínum störfum eins og skyldi vegna þess álags sem þeir eru undir.
Anna Kristinsdóttir, 11.4.2008 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.