Leita í fréttum mbl.is

Ólafur segir.....

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri Reykvíkinga sagði í kvöldfréttum á RÚV að 10-16 ára fötluð börn fái að stunda frístundastarf á vegum borgarinnar í sumar.

Ólafur F. sagðist muni þrýsta á það við félagsmálaráðuneytið og samband sveitarfélaga að þetta nái fram að ganga og þessum hópum verði tryggð þessi þjónusta í sumar. Hann mun ekki gefa neitt eftir með það.

Ólafur F. sagði að það kæmi aldrei til greina að hann léti það spyrjast um sig, að hann ætli að úthýsa þessum börnum.

Svo mörg voru þau orð. Ég veit að Ólafur F. Magnússon mun tryggja þessum börnum úrræði í sumar. Hann sem borgarstjóri okkar Reykvíkinga hefur völd og úrræði til þess að tryggja slíkt.

Ég treysti því að orð Ólafs standi. Barnið mitt ásamt hinum fötluðu börnunum í borginni fá  þjónustu í sumar. Ég fer áhyggjulaus að sofa í kvöld.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það má með sanni segja Anna mín, að þú hafir staðið vaktina í þessu máli.

Sigrún Jónsdóttir, 8.4.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Anna.

Þessum orðum Ólafs fylgja vonandi gerðir en þarna þekkti ég þann mann sem ég starfaði með í Frjálslynda flokknum á sínum tíma.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.4.2008 kl. 02:40

3 Smámynd: Dunni

Já Anna.  Þú getur örugglega sofið sofið róleg.  Eins og við öll höfum séð er Ólafur gídurlega öflugur stjónmálamaður.  Ekkert stenst þrýsting hans þegar hann leggur mikilvægum málefnum lið með öllum þeim styrk sem hann hefur í borgarstjórn.

Ég vil bæta því við að það er gott fyrir þjóðina að vita að bæði Davíð og Ingibjörg Sólrún una sér vel í skjólinu að baki Ólafi borgarstjóra. Já öll ríkistjórnin og forsetinn líka finna sig öruggari nú en áður eftir að Ólafur sýndi hvað í honum býr loksins þegar hann náði að hrifsa til sín borgarstjórastólinn úr höndum hinna veikburðu vinstrimanna og framsóknar. 

Guðni Ölverssn

orangetours.no 

Dunni, 9.4.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband