7.4.2008 | 23:18
Viðræður eru ekki lausn
Ég veit varla hvað ég á að halda eftir síðustu yfirlýsingu Reykjavíkurborgar vegna reksturs frístundaklúbba fatlaðra barna nú í sumar. Kannski ég hafi fagnað of snemma í síðustu færslu minni.
Á vef Vísirs kom fram nú í kvöld fréttatilkynning frá Reykjavíkurborg þar sem meðal annars segir að"af þeirri 56 millj. kr. aukafjárveitingu sem ÍTR fær til reksturs heilsárs frístundaheimila renna 31,7 millj. kr. til stuðnings barna með sérþarfir". Gott og vel og vel í lagt fyrir þann hóp en Það breytir litlu fyrir þjónustu fyrir fötluð börn 10-16 ára í frístundaklúbbum borgarinnar. Eða þeirra fjölskyldur
Síðar í fréttatilkynningunni kemur fram að "Borgarstjóri mun á næsta fundi borgarráðs leggja fram tillögu um að teknar verði upp viðræður um frekari þróun þjónustunnar sem tryggi fötluðum börnum 10 til 16 ára dvöl í Frístundaklúbbum yfir sumartímann."
Viðræður, hvað skyldi það þýða og við hverja? Við ríkið kannski, um kostnaðarskiptingu við þjónustuna.
Slíkar viðræður taka a.m.k. nokkra mánuði ef ekki ár. Ekki síst þar sem undirbúningur um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga stendur nú yfir og menn semja varla um aukna þjónustu á meðan.
Verð að viðurkenna að ég horfi ekki bjartsýn fram á sumarið ef Ólafur F. ætlar að eyða því í viðræður um hver á að borga hvað, í þjónustu við fötluðu börnin í borginni.
Á meðan verða fjölskyldur fatlaðra barna í borginni án tómstundaúrræða fyrir börnin sín í sumar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
.... svo loksins þegar blessaður borgarstjórinn er búinn að ræða málið nógu lengi þá verður allt það góða starfsfólk sem vinnur í frístundaklúbbunum komin í aðra vinnu. Þetta fólk bíður ekki atvinnulaust þar til að borgarstjórinn er búinn að ræða nægju sína !
Ég ætti kannski að fara með syni mína (á 2 einhverfa 12 og 14 ára) og skilja þá eftir hjá Ólafi í trausti þess að hann gæti þeirra fyrir mig og sjái þeim fyrir viðeigandi verkefnum í sumar ?
Anna Gísladóttir, 8.4.2008 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.