Leita í fréttum mbl.is

ÍTR leysir vandann

Vegna færslu minnar frá því  í morgun og frétta um niðurskurð á þjónustu við fötluð börn í sumar er ánægjulegt frá því að segja að málið virðist vera að leysast.

Þökk sé frábæru fólki hjá íþrótta og tómstundasviði Reykjavíkurborgar.

 Þessi frétt er nú inn á vef DV :

Yfirmenn Íþrótta- og tómstundaráðs, ÍTR, eru staðráðnir í að bjóða upp á frístundaklúbba fyrir fatlaða í sumar þrátt fyrir að borgarráð hafnaði fjárveitingu þess efnis. Þeir hugleiða nú með hvaða hætti bregðast skuli við niðurskurði borgarráðs.

Vonir stóðu til um að reka klúbbana á heilsársgrundvelli, líkt og frístundaheimilin verða framvegis rekin, en þess í stað samþykkti borgarráð ekki fjármuni til fatlaðra. Til greina kemur hins vegar að taka þá fjarmuni sem til þarf af öðrum rekstrarliðum ÍTR og þannig fái fatlaðir þá þjónustu sem þeir þurfa hjá ÍTR, óháð niðurskurðinum frá borgarráði.

Frábært fólk sem þarna starfar og ekki var við öðru að búast af þeirra hálfu en að gengið yrði í málið og það leyst  fljótt og vel.

Takk fyrir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það er gleðilegt þegar fréttir í DV og blogg hér á moggablogginu hafa svona bætandi áhrif fyrir samfélagið. Þetta er dæmi um hvað það getur verið gott að fólk tjái sig og fjölmiðlar taki um svona mál sem skipta gífurlegu máli fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.4.2008 kl. 14:43

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Vá frábært.  Gott að sjá blogg hafa áhrif

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.4.2008 kl. 15:00

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Stundum er svo, að þeir sem til þekkja hva best, verða að leiðrétta villur og koma þannig í veg fyrir mistök.

Þetta verður öruglega bætt af borgarsjóði, þó síðar verði.  Hér hafa menn rasað eitthvað um ráð fram og talið, að Ríkissjóði beri að greiða.

Þetta verður örugglega skoðað með tilliti til kostnaðarskiptingu Ríkis og sveitafélaga.

Hitt er svosem alveg kórrétt, að ÍTR gengið er frábært og sífellt á verði.

 Það er bara svoleiðis.

Með bestu kveðjum

Miðbæajríhaldið

Bjarni Kjartansson, 7.4.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband