7.4.2008 | 09:13
Ólafur, hvar eiga fötluðu börnin að vera í sumar?
Sumarfrí nálgast í grunnskólum borgarinnar og hefur hefur það hingað til verið nokkurt púsl fyrir mína fjölskyldu líkt og aðrar fjölskyldur með börn. Að vera með fatlað barn gerir málið en flóknara.
11. ára drengurinn okkar hefur hingað til ekki haft sömu möguleika til sumarstarfs og önnur börn og hefur því þurft að vera heima meira en minna allt sumarið. Það þýðir að einhver fullorðin hefur þurft að vera heima við á sama tíma.
Hann hefur tvær vikur á sumri verið í frábærri sumardvöl í Reykjadal en annað sumarstarf hefur hann ekki getað nýtt sé undanfarin sumur. Hann er komin á þann aldur að sumarstarfið sem boðið er upp á kallar á sjálfstæði einstaklingisins sem hann ekki býr yfir.
Fyrir nokkrum dögum barst mér hinsvegar bréf frá frístundaklúbbnum, sem hann dvelur eftir skóla virka daga, þar sem fram koma að sumarstarfið þar yrði líklega frá 9.júní -21.ágúst frá 08.00-17.00 og hvaða vikur ég myndi nýta.
Við vorum því farin að skipuleggja sumarið með það fyrir augum að þetta sumarið gætum við verið nokkuð áhyggjulaus og stundað okkar starf án verulegrar skipulagningar.
Mér var því það nokkuð áhyggjuefni þegar í morgun var lesið upp úr forystugreinum dagblaðana, ritstjórnarpistil DV. Pistilinn fjallaði um það að borgarráð hefði skorið niður þessa þjónustu á fundi sínum s.l. fimmtudag. Ekkert fjármagn hafi verið veitt til starfsins í sumar.
Á vef DV kemur fram:Frístundaheimili Reykjavíkurborgar bjóða framvegis upp á þjónustu á heilsársgrundvelli. Breytingin tekur gildi í vor og var samþykkt á fundi borgarráðs fyrir helgi. Íþrótta- og tómstundaráð borgarinnar óskaði eftir 75 milljóna króna fjárveitingu til að færa rekstur frístundaheimilanna og frístundaklúbba fatlaðra í heilsársform. Borgarráð samþykkti aðeins 56 milljónir króna og hafnaði beiðni um fjármagn til að halda úti sumarstarfi í frístundaklúbbum fatlaðra.
Erfitt að sjá þetta í fundargerð borgarráðs þar sem vísað er til umsagnar fjármálastjóra Reykjavíkurborgar sem ekki kemur fram í fundargerð. Am.k. tók ég ekki eftir neinu þegar ég las fundargerðina sl. fimmtudag.
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 12. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs 8. febrúar sl., þar sem lagt er til að frístundaheimili ÍTR verði rekin á heilsársgrunni frá og með vorinu 2008, og óskað eftir fjárveitingu til verkefnisins. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, ódags.
Samþykkt með þeim hætti sem fram kemur í umsögn fjármálastjóra. Fjárveiting, 56 mkr., fari af liðnum ófyrirséð. R08020135
Þetta skapar ófremdarástand hjá mörgum fjölskyldum fatlaðra barna í borginni, ef rétt er.
Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það svart á hvítu , að þetta sé stefna Reykjavíkurborgar í málum fatlaðra barna. Fötluð börn verða að hafa möguleika á að nýta sér tómstundarúrræði á sama hátt og ófötluð börn yfir sumartímann.
Ég skora á borgaryfirvöld að breyta þessari ákvörðun sinni til þess að þessi börn geti notið sömu þjónustu og önnur börn í borginni.
Þau þurfa á slíkri þjónustu að halda ekki síður en önnur börn í borginni og fjölskyldur þeirra eiga að geta stundað vinnu yfir sumartímann líkt og aðrar fjölskyldur í borginni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:07 | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Af mbl.is
Innlent
- Hópur fólks reyndi að komast að eldgosinu
- Nyrstu hrauntungurnar dreifa úr sér
- Dró upp skæri og hótaði íbúum
- Teknir við akstur undir áhrifum
- Hraun kemur úr þremur gígum: Virknin stöðug
- Að mestu bjart sunnan- og vestantil
- Nýtt fangelsi í landi Stóra-Hrauns tilbúið 2028
- Sólveig Anna furðar sig á aðferðum kennara
Athugasemdir
Þetta hljóta þeir að laga. Lestu blogg mitt ,uppreisn;
Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.