Leita í fréttum mbl.is

Hver verður nýr Vegamálastjóri?

Vegagerðin hefur átt hug minn allan síðustu vikur. Kannski ekki ein af þeim stofnunum ríkisins sem vekja mestan áhuga almennings og oftar en ekki neikvæð umfjöllun um störf hennar og forgangsröðun verkefna.

Ástæða þessa áhuga míns er tilkomin vegna þess að ég hef ásamt hóp ágætra kvenna verið að vinna verkefni sem tengist Vegagerð og ég fékk það hlutverk að taka viðtöl við nokkra starfsmenn stofnunarinnar.

Fann fljótt að það ríkir mikil starfsánægja hjá Vegagerðinni. Starfsaldur þeirra aðila sem ég ræddi við var hár og góður starfsandi virtist ríkja. Þetta átti a.m.k. við í miðlægri starfstöð vegagerðar.

Ég var orðin svo ánægð með þennan vinnustað á fimmta viðtalinu að það var farið að ræða um það í verkefnavinnunni hvort ég myndi ekki sækja um starf þarna í vor. Mér fannst það ekkert ólíklegt.

En hingað til hefur bara verið auglýst eftir starfskröftum með tækni og verkfræðimenntun hjá Vegagerðinni.

Og síðan var auðvitað auglýst laust starf Vegamálastjóra. Í þeirri auglýsingu kom fram að menntunarkröfur væru háskólamenntun í verkfræði eða sambærileg menntun . 

En hvað er sambærileg menntun við verkfræði? Það hlýtur að vera nokkuð teygjanlegt.

Á vef BHM kom þessi frétt:

Nokkrir félagsmenn aðildarfélaga BHM hafa vakið athygli bandalagsins á auglýsingu um stöðu Vegamálstjóra sem birtist á Starfatorgi þann 19. mars sl.Þar er gerð krafa um háskólamenntun í verkfræði eða sambærilega menntun. Alls óljóst er hvað átt er við með sambærilegri menntun; er átt við sambærilega lengd menntunar eða menntun í skyldum greinum og þá hverjum?Sé litið til verkefna stofnunarinnar eins og þau eru skilgreind í lögum í 5 gr. laga nr. 80/2007 felast þau helst í aðstoð við ráðherra vegna stefnumótunar, skiptingu fjármuna, rekstur og umsjón tilgreindra málaflokka. Á fjárlögum 2008 er gert ráð fyrir um 35 milljarða króna umsvifum Vegagerðarinnar og starfsmenn munu vera um 320.Í lögum um Vegagerðina er ekki gerð krafa um að Vegamálstjóri hafi verkfræðimenntun. Með vísan til þess, verkefna hennar og umsvifa fer Bandalag háskólamanna fram á að auglýsingin verði dregin til baka og staðan auglýst að nýju með skýrum kröfum um menntun umsækjenda.

Umsóknarfrestur um embættið rennur út á morgun, föstudaginn 4.apríl. Hef ekki mikla trú á að auglýsingin verði dregin til baka eða henni breytt úr því sem komið er.

Ætli auglýsingin sé kannski sniðin að þörf einhvers ákveðins umsækjenda eins og oft þekkist hjá hinu opinbera og búið sé að handsala embætti nýs Vegamálastjóra við einhvern gæðinginn.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hver verður ráðin í starf Vegamálastjóra og hvort viðkomandi verði ráðin utan eða innan stofnunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli þetta sé ekki leið til að koma í veg fyrir að Gunnar Gunnarsson verði vegamálastjóri?

Tobbi (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 18:17

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Vegagerðin  er mér hugleikin líka Anna, starf vegamálastjóra "erfist", að sjálfsögðu þarf vegamálastjóri ekki að vera verkfræðingur vegamálastjóri á að reka fyrirtækið á ákveðnum forsendum hann þarf að geta lesið þær og stjórnað fyrirtækinu, hann á ekki að vera úti að mæla og eða að hanna mannvirki í því eru til þess ráðnir verkfræðingar.

Ég er á þeirri skoðun að leggja eigi vegagerð ríkisins niður í núverandi mynd.

Ég skora á þig Anna að sækja um starfið, eftir að vera búin að tala við alla þessa starfsmenn og kafa í "móðurlíf" vegagerðarinnar ertu hæfari en margir verkfræðingar í starfið.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.4.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Ég er nú svo brattur að ég tel mig vera búinn að leysa gátuna. Sjáðu bara hérna:

http://www.stefanbogi.blog.is/blog/stefanbogi/entry/493703/

Stefán Bogi Sveinsson, 4.4.2008 kl. 11:23

4 identicon

  Það væri kjörið að fá konu í stöðu ,,Vegamálastjóra" núna.

Og ég held að sú kona værir þú , slíkur forkur  ertu og úrræða góð!

Svanfríður G. Gísladóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband