2.4.2008 | 10:01
Leiðin greið?
Mikið hlýtur það að vera Samgöngumálaráðherra mikil léttir að borgarstjórn Reykjavíkur skuli vera búin að samþykkja hvaða leið skuli vera farið í lagningu sundabrautar.
Í gær var samþykkt í borgarstjórn áskorun þar sem fram kemur að að borgaryfirvöld hafi samþykkt samhljóða að sundabraut verði lögð í göng. Sú leið sé bæði út frá samgöngu- og umhverfissjónarmiðum langbesta lausnin til langrar framtíðar. Íbúasamtök Grafarvogs og Laugardals hafi einnig mælt eindregið með því að Sundagöng á leið 1 verði farin.
Jafnframt kemur fram í morgunblaðinu í dag að gerð Sundaganga eiga ekki að fylgja nein stórkostleg vandræði vegna jarðlaga á fyrirhugaðri gangaleið. Þetta telur Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Vegagerðarinnar, en sá ágæti maður er með doktorspróf í jarðfræði.
Um síðustu helgi lýsti hinsvegar Ísleifur Jónsson, verkfræðingur og fyrrverandi stjórnandi Jarðborana ríkisins, að Jarðgangagerð væri varsöm leið fyrir Sundabraut. Hann nefndi þar hættu á jarðskjálftum og jafnframt að lekt í ungu bergi svæðisins verði mikil. Þessi skoðun hefði kannski getað tafið málið en gott að þeirri hindrun er rutt úr vegi.
Um langt árabil var það alltaf Reykjavíkurborg sem stóð í vegi fyrir því að hægt væri að hefja framkvæmdir við Sundabraut. Talsmenn ríkistjórnarflokkana töluðu alltaf í þá veru.
Að ekki væri búið að ákveða hvar leið ætti að fara. Ekki stæði á ríkisvaldinu að hefja framkvæmdir.
Nú liggur fyrir hvaða leið á að fara með lagningu sundabrautar og Samgönguráðherra hlýtur að setja málið í forgang og hefja undirbúning að framkvæmd strax.
Leiðin er greið og símapeningarnir bíða í bankanum. Ekki eftir neinu að bíða.
Sundabraut í framkvæmd strax.
![]() |
Jarðfræði á leið Sundaganga vel þekkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.