Leita í fréttum mbl.is

Vorið er komið í Róm

Sé að það er blíðskapaveður á hálendi Íslands í dag. Það sama á við hér í Róm.

Sat og upplifði mannfjöldann á spænsku tröppunum fyrr í dag. Þar var að venju mikið mannhaf og yfir 20 stiga hiti. Vorið er komið hér í Róm. Styttist í það gerist líka á Íslandi.

Eitthvað er þó öðruvísi hér í Róm en síðast þegar ég kom hér við. A.m.k. finnst mér meira um betlara hér á götunum en áður. Eða að lögregan er ekki eins áköf í að reka þá í burtu.

Upplifði líka á akstri mínum út úr borginni í gærkveldi mikinn fjölda gleðikvenna sem ég mann ekki eftir að hafa séð fyrr á svo áberandi hátt. Kannski var ég bara á ferð um hverfi sem ég hafði ekki farið áður.

En Róm er falleg og jafnvel þótt evran sé komin í rúmar 123 krónur er hægt að njóta hennar.

Það gerði ég í dag og mun gera næstu daga.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband