27.3.2008 | 16:57
Í landi þar sem pólítísk spilling blómstrar
Er komin til þess lands sem mér líkar best. Ítalíu. Þar sem allt er fljótandi í menningu, list og góðum mat. Auk pólitískrar spillingar.
Lagði af stað snemma í morgun til Stansted og þaðan til Róm. Gat mér til upplýsingar lesið ítarlegt svar Árna Mathiesen til umboðsmanns Alþingis í báðum flugferðunum. Veitti ekki góðum tíma til að lesa öll þessi ítarlegu rök ráðherrans, og til þess að reyna að skilja þankagang hans bak við ráðninguna. Er þó ekki sannfærð enn.
Man ekki eftir því að Morgunblaðið hafi áður lagt heila opnu undir svör ráðherra vegna athugasemda eða spurninga umborðsmanns Alþingis.
Það virðist ljóst að hér á að slá á óánægjuna og sefa almenning. Fannst þetta þó fullmikið af hinu góða.
Ráðamenn verða að sætta sig við að tímar pólitískra ráðninga eiga að vera liðnir.
Ekki síst eru það dómstólarnir og ráðningar þar á bæ, sem þurfa að vera hafnar yfir umræðu um mögulega pólitíska bitlinga. Almenningur verður að geta treyst úrskurðum dómstóla og þeir að vera hafnir yfir allan pólitískan vafa.
Hér á Ítalíu hinsvegar lifir spilling innan stjórnmálanna góðu lífi og hér ætla ég mér að dvelja í góðu yfirlæti fram í næstu viku.
Lifa og njóta.
Spurningar ítarlegar svo ráðherrra fái tækifæri til skýringa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Satta er það Anna, en hvaða flokkur er upphafsflokkur spillingarinnar? Veit ekki betur en það hafi verið þinn flokkur og er enn. Kemst því miður ekki inn í spillingargeirann lengur vegna þessað hann er ekki í meirihluta. Give me a break. Hef alltof mikla trú á þér, hættu í Framsókn og stofnaðu þinn eigin flokk, og ég skal sko kjósa þig og ég veit um marga fleiri sem það myndu gera. Með beztu kveðju.
Bumba, 27.3.2008 kl. 18:11
Hélt að allir vissu það að ég kvaddi Framsóknarflokkinn á liðnu hausti.
Nýtt þess að vera engum háð a.m.k. í bili
Anna Kristinsdóttir, 29.3.2008 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.