26.3.2008 | 11:05
Er von að menn undrist?
Um nokkur skeið hefur það verið venja, þegar ég hef sótt önnur lönd heim, að ég hef verið spurð um efnahagsundrið Ísland.
Verið spurð út í það hvernig stæði á þeirri miklu velsæld sem hér ríkti? Hvaða efnahagslegu undur hefðu átt sér stað frá lokum seinni heimstyrjaldar sem hefðu gert okkur íslendinga svo efnaða á stuttum tíma.
Ekki síst hvað hafi átt sér stað í íslensku efnahagslífi á liðnum áratug. Hvort við íslendingar hefðum fundið olíu á hafsvæðinu í kringum Ísland? Nei það voru víst norðmenn sem gerðu slíkt. Hvort það séu fiskveiðar sem geri okkur svo ríka eða hver sé ástæðan?
Ég hef reynt að svara þessum spurningum eftir bestu getu, en verð að viðurkenna að stundum hef ég ekki getað svarað öllum þeim spurningum sem komið hafa upp í umræðunni. Ég hef einfaldlega ekki alltaf skilið það almennilega á hverju menn hafa verið að hagnast.
Og nú er skollin á kreppa. Hlutabréfin lækka, krónan lækkar og verslanir verðmerkja í gríð og erg. Við megum búast við miklum verhækkunum á öllum vörum og nú er um að gera að draga saman á öllum sviðum.
Og þá kemur fram á sviðið prófessor við London School of Economics og ver okkur Íslendinga. Hann segir að við rekum landið okkar vel og okkur eigi eftir að vegna vel. Bankarnir væru vel reknir og traustir.
Er þá nokkur ástæða til að hafa áhyggjur?
Eru það bankarnir og staða þeirra sem við eigum að hafa áhyggjur af eða staða almennings í landinu?
Verð að viðurkenna að bankarnir eru ekki þeir sem ég hef helst áhyggjur af í slíku árferði heldur láglaunafólkið og ungu fjölskyldurnar.
Það eru þeir hópar sem í mestri hættu eru, í því óvissuástandi sem nú ríkir.
![]() |
Segir Ísland afar vel rekið land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Af mbl.is
Erlent
- Þúsundir án rafmagns
- Lífstíð fyrir víg raunveruleikastjörnu
- Frelsisdagur Trumps runninn upp
- Björguðu manni úr rústum fimm dögum eftir stóra skjálftann
- Krefst dauðarefsingar yfir Mangione
- Beðið í örvæntingu eftir fundinum í Rósagarðinum
- Rubio og Rasmussen funda í vikunni
- Stefna Trump-stjórninni
- Einnar mínútu þögn í Mjanmar
- Málið vindur upp á sig: Nítján handtökur
Athugasemdir
Ég held ég hafi heyrt eitthvað af þessari velmegun svona útundan
mér.
Við í ummönnunarstörfunum höfum hlakkað mikið til að taka þátt. Allir hafa lofað því að nú skulu hin skammarlegu kjör okkar vera löguð og þar sem kjarasamningar okkar eru framundan, biðum við bara róleg
.
Ert'að segja að við höfum misst af lestinni, eina ferðina enn?
Sigrún Jónsdóttir, 26.3.2008 kl. 13:13
Góður pistill,tekundir hvert einasta orð.
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 27.3.2008 kl. 07:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.