Leita í fréttum mbl.is

Að fá krassandi fréttir og svitna um leið

Fór góðan hring í Laugum í morgun. Það er ekkert betra en að taka vel á fyrir mikla veislur í mat og drykk, eins og stefnir í þessa páska. Fer á morgun og aftur á laugardag.

Mér líkar vel að vera í Laugum. Hef verið þar allt frá opnun og hef alltaf kunnað vel við mig þar. Heyri stundum að þar falli maður ekki inn, nema vera af þessari eða hinni tegundinni. Ég held að þarna inni finni maður allar stærðir og gerðir af fólki og geti líka falið sig í fjöldanum ef maður kýs svo.

Þetta er fjölmennasti klúbburinn sem ég sæki reglulega og því er það svo að maður fer smátt og smátt að spjalla við gesti og gangandi. Ekki bara þá sem maður þekkti fyrir, heldur hef ég eignast fjölda góðra kunningja í ræktinni.

Ég gef mér líka tíma til að staldra við og skiptast á nokkrum orðum við þá sem ég hitti þar. Þetta hefur orðið til þess að líkamsræktarstöðin er ekki bara staður til að taka á, heldur líka til þess að fá fréttir af mönnum og málefnum. Hvort sem er á hlaupabrettinu, í tækjunum eða í gufunni.

Ég hef fengið upplýsingar um í hvaða félagi ég ætti að kaupa í (þegar markaðurinn var á uppleið) og ekki kaupa, fengið atvinnutilboð, heyrt æsilegar sögur af fólki í fréttunum, og síðast en ekki síst heyrt ótrúlegar samsæriskenningar og fléttur af pólitíska sviðinu.

Þótt allir heimildarmennirnir sé kannski ekki traustsins verðir, verð ég að viðurkenna að mest krassandi fréttirnar fæ ég alltaf í ræktinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband