18.3.2008 | 11:37
Að vita ekkert
Ekki skrítið að Geir Harde tjái sig eins og ástand mála er orðið á fjármálamörkuðum.
Fréttirnar einkennast af hækkandi verðlagi. Greiningardeild Kaupþings spáir 1,4 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs í mars og gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 8,6 prósent samanborið við 6,8 prósent verðbólgu í febrúar.
Bensínverð aldrei hærra, almennt verðlag mun hækka og skuldir heimilanna aukast enn. Nýafstaðnir kjarasamningar hljóta líka að vera í hættu.
Best væru auðvitað að forsætisráðherra myndi boða vaxtalækkun en hann hefur víst ekki vald til þess. Þar ræður fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins ríkjum.
Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við háskóla Íslands var í þættinum, í lok dags, á Visi í gær. Þar sagði hann að Seðlabankinn hafi enga góða kosti í þeirri stöðu sem nú er uppi í íslensku fjármálalífi. Aðspurður hvaða kostir væru í stöðunni fyrir Seðlabankann sagði hann að þeir væru fáir og engir þeirra góðir. Staðan er þannig að atburðarásin er komin úr höndunum á Seðlabankanum," sagði hann.
Hvort botninum væri náð vildi hann ekki fullyrða um það eina sem hægt sé að fullyrða um er að menn vita ekkert.
Þannig virðist staðan vera í hnotskurn. Menn vita ekkert hver við stefnum.
Nú er bara að sjá hvað forsætisráðherra getur gert í slíku ástandi.
Blaðamannafundur boðaður að loknum ríkisstjórnarfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
mér hefur fundist Geir Harrde voða sætur hingað til og "bangsi" þjóðarinnar sem heldur öllu í friði og spekt"
Núna er ég að upplifa að það vantar tiltölulega LEIÐTOGA sem er til í aðgerðuir til bjargar þjóð sinni?...Geir hefur ekki útskyrt "ekkert"?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.3.2008 kl. 18:13
Það þarf að fasttengja krónunna við evru það hefur sömu virkni og að taka upp evrunna. Allt þetta tal og allur sá tími sem fjölmiðlar hafa gefið þeirri umræðu að við verðum að taka upp evru er með ólikindum.
Danir sem eru í ESB eru með sína dönsku krónu. Seðlabanki Danmerkur er með sína stýrivexti 0.25% hærri en í Evrulöndunum.
Þetta er nú allur galdurinn hvernig á einum degi megi koma á sömu virkni í íslensku hagkerfi og það hefur að taka upp evru sem þarf margra ára.
Ef við fasttengjum krónunna við evru myndi okkar mynt verða jafnsterk og dönsk króna og evra. Þessari aðgerð fylgir vissulega erfitt tímabil sama og gerðist ef við tækjum upp evru sem ekki er hægt að gera nema eftir mörg ár.
Það verður að taka slaginn eða gefast upp tíminn bíður ekki eftir Geir Harde.
Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 07:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.