Leita í fréttum mbl.is

Eru stjórnmál leiðinleg?

Hitti íþróttafrömuðina mín í gær. Fer stundum á þeirra fund til að fá heitustu fréttirnar af íþróttamafíunni.

Þeim finnst gott að ég sé ekki lengur í framsóknarflokknum. Vilja samt tala við mig um stjórnmál og spyrja mig síðan í hvaða flokk ég ætli að ganga. Ég bið um tilfinningalegt svigrúm. Þarf að hugsa mig um vel og lengi áður en ég svara þessu.

Sá í 24 stundum í dag að Valgerður Bjarnadóttir telur að hún rekist illa í flokki. Hún er prinsippmanneskja og þorir að berjast. Stundum á móti sínu eigin flokksmönnum. Mér líkar við það vel að fólk gefi ekki af sínum hugsjónum. Hvað sem er í boði. 

Ég er stundum þannig, get ekki selt sannfæringu mína, hvað sem í boði er. Held að slíkt fólk finnist í öllum flokkum. Allt of fáir slíkir einstaklingar, sem starfa í stjórnmálum.

Vinir mínir í íþróttamafíunni segja að ég bloggi allt of mikið um stjórnmál. Þau séu leiðinleg til lengdar. Hvort ég verði ekki stundum leið á þessu.

Í mínum huga snýr allt lífið að pólitík. Allar ákvarðanir eru mótaðar af því. Lífið er pólitík en samt er lífið svo skemmtilegt.

Hvernig getur þá pólitíkin verið leiðinleg?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Pólitík er skemmtileg Anna, alveg eins og þú segir! 

Það er bara til fólk, sem skemmir pólitíkina, bæði málefnin og heilu stjórnmálaflokkana. Prinsipfólk hefur í auknum mæli vikið fyrir framapoturum og það er slæmt. Þið Valgerður Bjarnadóttir eruð flottar, hvar í flokki sem þið væruð.

Sigrún Jónsdóttir, 15.3.2008 kl. 21:34

2 Smámynd: Bumba

Já hundleiðinleg í augnablikinu. Með beztu kveðju.

Bumba, 16.3.2008 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband